Erlent

Skotárásin í Alabama - kennari skaut samkennara sína

MYND/AP
Eins og greint var frá í gærkvöldi átti enn ein skotárásin sér stað í háskóla í Bandaríkjunum í gær. Þrír létu lífið og þrír slösuðust í háskólanum í Alabama. Þessi árás sker sig þó úr frá öðrum slíkum síðustu misserin því í þetta sinn var árásarmaðurinn kona, auk þess sem hún er aðstoðarprófessor við skólann.

Amy Bishop er kennari í líffræði við háskólann og hóf hún skothríð á samkennara sína í gær með fyrrgreindum afleiðingum. Hún var handtekin skömmu síðar. Á meðal þeirra sem létust voru formaður líffræðideildarinnar við skólann og tveir aðrir aðstoðarprófessorar.

Enn hefur ekkert verið látið uppi um hvað konunni gekk til.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×