Lífið

Upptökur í bílskúr

Rokkarinn sinnir heimilisstörfunum þegar hann er ekki að taka upp plötuna sína.
Rokkarinn sinnir heimilisstörfunum þegar hann er ekki að taka upp plötuna sína.
Rokksveitin Foo Fighters er að taka upp nýjustu plötu sína í bílskúrnum heima hjá forsprakkanum Dave Grohl. Hann er ánægður með fyrirkomulagið því þá getur hann sinnt fjölskyldunni í leiðinni en hann á tvær dætur sem eru eins árs og fjögurra ára.

„Ég get ræst krakkana á morgnana. Ég elska börnin mín, þau eru virkilega fyndin. Ég get ekki beðið eftir því að ná þeim upp úr rúmunum og undirbúa þau fyrir leikskólann. Stundum vinn ég heimilisstörfin, ryksuga og þurrka, og keyri síðan börnin í leikskólann. Svo fer ég í bílskúrinn minn og fer að vinna. Tónlistin sem við erum að taka upp er mjög þung," sagði Grohl í viðtali við The Sun.

„Það góða við að búa til plötu heima hjá sér er að klukkan 18.30 eru börnin að borða kvöldmat og ég get verið hjá þeim, sett þau í bað og lesið fyrir þau áður en þau fara að sofa. Eftir það get ég farið aftur í bílskúrinn og haldið áfram að rokka."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.