Innlent

Vatnsrennslið í Gígju enn að aukast

Vatnsrennslið úr Grímsvötnum í Vatnajökli jókst enn í nótt og áin Gígja breiðir nú úr sér á stóru svæði fyrir neðan jökulinn.

Nú rennur vatn í öllum farveginum undir Gígjubrú á þjóðveginum, en hún er vel á þriðja hundruð metra löng. Í gærkvöldi var rennslið á við fjórfalt meðalrennsli Ölfusár um Selfoss, en hún er vatnsmesta á á landinu.

Rafleiðni fer líka vaxandi í Gígju, sem bendir til eldvirkninnar undir Grímsvötnum. Jarðvísindamenn telja hugsanlegt að hlaupið nái hámarki í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×