Skoðun

Fjölga þarf fyrirtækjum í Kópavogi

Benedikt Guðmundsson skrifar
Eitt af áherslumálum Gunnars I Birgissonar oddvita sjálfstæðismanna í Kópavogi.

Atvinnumál

Fjölga þarf fyrirtækjum í Kópavogi

Efnahagsástand á Íslandi er í mikilli lægð um þessar mundir, en ef rétt er á málum haldið mun efnahagslífið rísa úr öskustónni á næstu árum. Kópavogsbær er með tilbúin svæði fyrir fyrirtækin, sem eru mjög vel staðsett og innviðir tilbúnir að taka við þeim. Við Íslendingar þurfum númer eitt ,tvö og þrjú að auka framleiðslu og útflutning til að skapa gjaldeyristekjur og störf.

Einn af framtíðarmöguleikum okkar er útflutningur á vatni, en mikill skortu er á því í öllum álfum.Við Kópavogsbúar eigum tilbúnar borholur rétt við Guðmundarlund ofna við Þingin og skipulagt atvinnusvæði er þar rétt við. Þennan möguleika þurfum við að markaðssetja.

Fjölga þarf störfum í byggingariðnaði

Undanfarin ár hefur verið offramleiðsla af íbúðar-og atvinnuhúsnæði á suðvesturhorninu. Í Kópavogi eru þó mun færri lausar íbúðir en í nágrannasveitarfélögunum. Innan við hundrað íbúðir í fjölbýli eru tilbúnar og auðar, en voru yfir tvöhundruð í mars á síðasta ári. Það er því ljóst, að þessar íbúðir munu allar verða komnar í notkun áður en þetta ár er liðið.

Það er skortur á minni íbúðum í fjölbýli, 70-100 m2 að stærð, sérstaklega fyrir ungt fólk, sem er að kaupa sína fyrstu íbúð. Einnig hefur fólk, sem er tekið að reskjast áhuga á, að komast úr stórum eignum í minni, en lítið úrval er af minni eignum í dag í Kópavogi.

Breyta þarf skipulagi í Þingum og Rjúpnahæð í þá átt, að minnka einingarnar og fjölga þeim. Allir innviðir eru þegar til staðar, grunnskólar, leikskólar, íþróttamannvirki, þjónustumiðstöðvar aldraðra, göngustígar, opin svæði og fleira. Ef byggingaframkvæmdir hefjast á seinni hluta þessa árs og íbúðir komnar í söluhæft ástand á næsta ári, þá verður að mínu mati markaður fyrir þá framleiðslu til staðar. Þetta mun fjölga störfum í byggingariðnaði, en hann er nánast dauður um þessar mundir.

Fólk hefur sýnt það á undaförnum árum að það vill búa í Kópavogi vegna góðrar þjónustu og staðsetningar. Þegar að kreppir og minni fjárráð eru fyrir hendi þarf að minnka einingarnar og þar með lækkar verðið sem þarf að vera viðráðanlegt fyrir væntalega kaupendur.



Höfundur er sölustjóri.




Skoðun

Sjá meira


×