Nýju lífi blásið í Ferðamálasamtök höfuðborgarinnar 25. febrúar 2010 11:22 Ný stjórn FSH. Gróa Ásgeirsdóttir, verkefnisstjóri hjá Flugfélagi Íslands, var kjörin nýr formaður Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins (FSH) á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í Salnum í Kópavogi í gær. Alls mættu um 100 manns á fundinn og var einróma vilji fundarmanna að blása lífi í samtökin sem voru stofnuð árið 1988 enda sé bæði þörf og vilji til samstarfs aðila í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. „Þessi fundur markar vonandi nýtt upphaf að FSH og gefur tóninn um það sem koma skal í samstarfi ferðaþjónustuaðila á höfuðborgarsvæðinu. Frábær mæting á aðalfundinn sýnir að þörf er fyrir samtökin og nú er bara að bretta upp ermar og undirbúa komu ferðamanna í höfuðborgina" segir Gróa í tilkynningu um fundinn. Ný stjórn, sem tók við á aðalfundi í gær, ásamt fjölda nýrra meðlima, er á einu máli um nauðsyn þess að stuðla að samvinnu aðila í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins eru samtök sveitarfélaga og ferðaþjóna á höfuðborgarsvæðinu. Tilgangur samtakanna er að vinna að hagsmunamálum aðila í ferðaþjónustu og samræmingu í starfseminni á höfuðborgarsvæðinu. Hlutverk FSH er meðal annars að skipuleggja samstarf aðila innan samtakanna með fræðslu- og útgáfustarfsemi og efla sameiginlega kynningu á höfuðborgarsvæðinu. Vera tengiliður svæðisins við stjórnvöld og ferðamálaráð og ferðamálasamtök Íslands. Auk þess að stuðla að aukinni þjónustustarfsemi við ferðamenn, hafa frumkvæði og ýta undir nýjungar í ferðaþjónustu á svæðinu. Ný stjórn FSH var kjörin á aðalfundi í gær og er stjórnarformaður Gróa Ásgeirsdóttir verkefnisstjóri hjá Flugfélagi Íslands. Fulltrúar sveitarfélagana í stjórn FSH eru eftirfarandi og voru tilnefndir voru fyrir aðalfundinn: Frá Reykjavíkurborg Áslaug Friðriksdóttir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Dofri Hermannsson varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúi Seltjarnarnesbæjar, Sigríður Dögg Auðunsdóttir forstöðumaður kynningarmála hjá Mosfellsbæ, Linda Udengård deildarstjóri menningarmála hjá Kópavogsbæ, Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og Aðalheiður Birna Einarsdóttir Kjósahreppi. Fjórir stjórnarmenn til viðbótar sem koma úr ferðaþjónustugeiranum, voru kjörnir á fundinum: Renato Gruenenfelder framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar, Þórdís Pálsdóttir hjá Reykjavík Hotels, Ingibjörg Guðmundsdóttir Skemmtigarðinum og Þorvaldur Daníelsson hjá Starfsmannafélaginu.com. Á aðalfundi FSH fjallaði Eygerður Margrétardóttir framkvæmdastýra Staðardagskrár 21 hjá Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar um umsókn Reykjavíkurborgar að tilnefningu "Green Capital of Europe 2012" og þá möguleika og sóknarfæri sem felast í því að vera "græn borg". Dóra Magnúsdóttir markaðsstjóri Höfuðborgarstofu og stjórnarmaður í Ferðamálasamtökum Íslands (FSÍ) og FSH fór yfir landslag ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu og skýrði frá helstu hlutverkum FSÍ, FSH og samstarfssamningi sveitarfélaganna um markaðs- og kynningarmál auk markaðsstofum landshlutanna og starfsemi Höfuðborgarstofu. Gróa Ásgeirsdóttir fór yfir ýmis hugmyndir tengdar stefnumótun FSH og framtíðaráformum. Til stendur að FSH haldi súpufundi með ferðaþjónustuaðilum á höfuðborgarsvæðinu þar sem skipst verður á skoðunum og grasrótin virkjuð. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Gróa Ásgeirsdóttir, verkefnisstjóri hjá Flugfélagi Íslands, var kjörin nýr formaður Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins (FSH) á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í Salnum í Kópavogi í gær. Alls mættu um 100 manns á fundinn og var einróma vilji fundarmanna að blása lífi í samtökin sem voru stofnuð árið 1988 enda sé bæði þörf og vilji til samstarfs aðila í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. „Þessi fundur markar vonandi nýtt upphaf að FSH og gefur tóninn um það sem koma skal í samstarfi ferðaþjónustuaðila á höfuðborgarsvæðinu. Frábær mæting á aðalfundinn sýnir að þörf er fyrir samtökin og nú er bara að bretta upp ermar og undirbúa komu ferðamanna í höfuðborgina" segir Gróa í tilkynningu um fundinn. Ný stjórn, sem tók við á aðalfundi í gær, ásamt fjölda nýrra meðlima, er á einu máli um nauðsyn þess að stuðla að samvinnu aðila í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins eru samtök sveitarfélaga og ferðaþjóna á höfuðborgarsvæðinu. Tilgangur samtakanna er að vinna að hagsmunamálum aðila í ferðaþjónustu og samræmingu í starfseminni á höfuðborgarsvæðinu. Hlutverk FSH er meðal annars að skipuleggja samstarf aðila innan samtakanna með fræðslu- og útgáfustarfsemi og efla sameiginlega kynningu á höfuðborgarsvæðinu. Vera tengiliður svæðisins við stjórnvöld og ferðamálaráð og ferðamálasamtök Íslands. Auk þess að stuðla að aukinni þjónustustarfsemi við ferðamenn, hafa frumkvæði og ýta undir nýjungar í ferðaþjónustu á svæðinu. Ný stjórn FSH var kjörin á aðalfundi í gær og er stjórnarformaður Gróa Ásgeirsdóttir verkefnisstjóri hjá Flugfélagi Íslands. Fulltrúar sveitarfélagana í stjórn FSH eru eftirfarandi og voru tilnefndir voru fyrir aðalfundinn: Frá Reykjavíkurborg Áslaug Friðriksdóttir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Dofri Hermannsson varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúi Seltjarnarnesbæjar, Sigríður Dögg Auðunsdóttir forstöðumaður kynningarmála hjá Mosfellsbæ, Linda Udengård deildarstjóri menningarmála hjá Kópavogsbæ, Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og Aðalheiður Birna Einarsdóttir Kjósahreppi. Fjórir stjórnarmenn til viðbótar sem koma úr ferðaþjónustugeiranum, voru kjörnir á fundinum: Renato Gruenenfelder framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar, Þórdís Pálsdóttir hjá Reykjavík Hotels, Ingibjörg Guðmundsdóttir Skemmtigarðinum og Þorvaldur Daníelsson hjá Starfsmannafélaginu.com. Á aðalfundi FSH fjallaði Eygerður Margrétardóttir framkvæmdastýra Staðardagskrár 21 hjá Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar um umsókn Reykjavíkurborgar að tilnefningu "Green Capital of Europe 2012" og þá möguleika og sóknarfæri sem felast í því að vera "græn borg". Dóra Magnúsdóttir markaðsstjóri Höfuðborgarstofu og stjórnarmaður í Ferðamálasamtökum Íslands (FSÍ) og FSH fór yfir landslag ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu og skýrði frá helstu hlutverkum FSÍ, FSH og samstarfssamningi sveitarfélaganna um markaðs- og kynningarmál auk markaðsstofum landshlutanna og starfsemi Höfuðborgarstofu. Gróa Ásgeirsdóttir fór yfir ýmis hugmyndir tengdar stefnumótun FSH og framtíðaráformum. Til stendur að FSH haldi súpufundi með ferðaþjónustuaðilum á höfuðborgarsvæðinu þar sem skipst verður á skoðunum og grasrótin virkjuð.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira