Talið er að bandaríski rapparinn Sean Combs, þekktur sem P Diddy, geri tilboð í enska fótboltaliðið Crystal Palace í dag. Hann átti fund með Phil Alexander, stjórnarformanni liðsins, fyrir helgi.
Crystal Palace glímir við mikil fjárhagsvandræði og er auk þess í harðri fallbaráttu í Coca-Cola deildinni. Tíu stig voru dregin frá félaginu eftir að það var sett í greiðslustöðvun.
Heimildarmaður breska blaðsins The Sun segir að Combs telji að fótboltaliðið hafi allra burði til að gera góða hluti í framtíðinni. Falli liðið um deild er Combs sagður fullviss að það vinni sig upp strax aftur.