Góðir og ódýrir háskólar Karl Ægir Karlsson skrifar 19. október 2010 11:03 Í fjárlögum næsta árs er gert fyrir miklum niðurskurði til háskólastarfs en hlutfallslega mestum niðurskurði til tækni og raunvísinda. Þetta skýrist að hluta af breyttu reiknilíkani þar sem aukið er við framlög til ódýrustu reikniflokkanna (til dæmis lögfræði og guðfræði) á kostnað þeirra dýrustu (til dæmis flest raunvísindi og verkfræði). Skólar sem eru með hátt hlutfall nemenda sinna í dýrari reikniflokkunum verða því fyrir mikilli skerðingu.Jafnóheillavænleg og þessi þróun er þá þarf hún ekki að koma á óvart ef rýnt er í greinaskrif menntamálaráðherra að undanförnu. Í fyrsta lagi lýsir menntamálaráðherra þeirri ósk sinni að háskólar sinni í auknum mæli samfélagslegu hlutverki sínu sem, samkvæmt lagabókstafnum, felst fyrst og fremst í fræðslu til almennings og samfélags (Hlutverk og ábyrgð háskóla, Morgunblaðið 26 júní 2010). Í öðru lagi hefur ráðherra lýst þeirri skoðun sinni að háskólar þurfi breidd og fjölbreytni í námsframboði, vera universitas, annað geti rýrt gæðin, til dæmis vegna þess að færri möguleikar eru á þverfaglegu starfi í skóla með þrengra starfsvið; að lokum hefur ráðherrann lýst samvinnu obinberu skólanna í samstarfsneti sem á að verða þungamiðjan í háskólastarfi á landinu (Háskólar í mótun I og II, Fréttablaðið 1. og 14 október 2010). Samstarfsnetið verður þá eina universitas á Íslandi. Gangi þessar hugmyndir eftir má sjá fyrir sér einn stóran skóla (á íslenskan mælikvarða) sem að sönnu gæti haft vítt námsframboð og hefði mikinn slagkraft í íslensku menntakerfi. Hinsvegar er líklegt að slagkraftur slíks skóla í aþjóðlegum samanburði yrði hverfandi og sérhæfðari íslenskir skólar myndu að öðru óbreyttu hnigna. Eftifarandi athugsemdir má gera við hugmyndir ráðherra. Hvert er hlutverk haskóla? Áður hefur verið bent á (Háskólarannsóknir í kreppu og hlutverk háskóla, Fréttablaðið 1. október 2010) að skilgreining á hlutverki háskóla á íslandi er sérísklensk og þverskallast á við hefðbundin hlutverk þeirra. En þau eru menntun til sérhæfðra starfa annarsvegar og rannsóknir, þar sem spjótunum er beint að verkefnum sem ekki hafa verið leyst áður, hinsvegar. Það er erfitt að sjá fyrir sér samfélagshlutverkið eflt án þess að skaða hin, mun mikilvægari, mennta og rannsóknarhlutverk. Kannski þurfum við íslendingar að endurhugsa hlutverk háskóla landsins og færa það nær því sem þekkist hjá þjóðum með ríkari reynslu af háskólastarfi. Skilgreining ráðherrans á universitas er umdeilanleg og villandi. Umdeilanleg vegna þess að Universitas magistrorum et scholarium vísar til samfélags fræðimanna en ekki endilega til samfélags fræðimanna á mörgum (hvað þá öllum) sviðum. Villandi vegna þess að það eru mörg dæmi um svið sem í eina tíð voru talin nauðsynleg hverjum háskóla sem eru það ekki lengur; háskólar hafa því í gegnum tíðina lagt niður heilar deildir og rannsóknarsvið. Sumir af bestu háskólum í heimi eru ekki universitas í sama skilningi og ráðherrann kýs að nota orðið. Sem dæmi má nefna Tækniháskólann í Massachusetts-fylki (MIT) og Tækniháskóla Kaliforníufylkis (CalTech) sem verma fimmta og níunda sætið á lista US News and World Report yfir bestu háskóla í heimi. Ekki þarf að hnykkja á því að engin íslenskur skóli er nokkurstaðar nálægt því mælast inn á slíka lista. Þverfagleiki er ekki tryggður með því að kenna sem flest fög við einn skóla. Hér verður einnig að greina á milli þverfagleika sem felst í því að nemandi geti tekið námskeið úr öðrum deildum en þeirri sem er hans heimadeild og þverfagleika í rannsóknum. Eftir því sem deildirnar eru fleiri, því fleiri valmöguleikar eru fyrir nemendur að velja námskeið út fyrir heimadeild, það er rétt. Þetta er léttvægt ef borið saman við þverfagleika í rannsóknum. Í þeim tilfellum vinna saman vísindamenn með ólíkan bakgrunn að lausn vandamála sem ekki er hægt að leysa með þekkingu og tækni einnar fræðigreinar að vopni. Slíkt samstarf er daglegt brauð í háskólasamfélaginu en er algerlega ótengt fjölda námsbrauta í þeim skólum er vísindamennirnir starfa. Auk þessa er þverfagleiki er ekki markmið í sjálfu sér. Með því að leggja áherslu á að kenna sem flestar greinar, að setja hlutfallslega meira fé í universitas í skilningi ráðherrans, skapast hætta á að naumt fjármagn dreifist of þunnt og allur skólinn verði máttlaus. Með því að gera samfélagslegu hlutverki háskóla hátt undir höfði skapast hætta á að gengið sé á rannsóknarhlutverk þeirra. Hvort tveggja er slæmt. En hvernig ber þá að haga niðurskurði? Eins og margir kollegar mínir hafa haldið fram í ræðu og riti ætti sem stærstur hluti fjármagn til rannsókna að koma í gegnum samkeppnissjóði. Með því er tryggt að fjármagn renni helst til þeirra sem skarað hafa fram úr á viðurkenndum, alþjóðlegum, mælikvörðum vísindanna; á hinum sömu mælikvörðum og notaðir eru þegar gæði háskóla eru metin. Hiklaust ætti að færa fé sem nú rennur beint til hinna ýmsu stofnana, án þess að fylgt sé því gæðamati sem felst í samkeppnisforminu, til samkeppnisjóða og tryggja þannig betri nýtingu fjárins. Við niðurskurð á beinu fjármagni til háskóla og háskóladeilda (því fé sem fer ekki í gegnum samkeppnisjóði) ætti ekki að dreifa fénu sem jafnast til allra deilda á sama tíma og reynt er að halda út eins miklu námsframboði og hægt er. Hugsanlegt er að halda úti talsverðu námsframboði í grunnnámi en fækka möguleikum mjög í framhaldsnámi þar sem rannsóknarþunginn er mestur. Slíkt fælir þó frá góða vísindamenn á þeim sviðum sem ekki er lögð áhersla á rannsóknir með slæmum afleiðingum fyrir grunnnám í þeirri grein. Ég legg engu að síður til að niðurskurði verði beint að afmörkuðum háskóladeildum og rannsóknarsviðum og lítil áhersla verði lögð á halda úti eins miklu námsframboði og nú er gert. Við niðurskurð mætti öðru fremur taka mið af eftirfarandi: Býr sviðið við sérstöðu sem gerir það að verkum að rannsóknir á því eru sérstaklega mikilvægar fyrir land og þjóð eða er ákjósanlegra að vinna rannsóknir hérlendis en annarstaðar? Á slíkum sviðum er auðveldara að fá erlent fé til rannsókna og vísindamenn erlendis frá hafa ríkari ástæðu til þess að starfa hérlendis og með innlendum. Svið sem hafa íslenska sérstöðu ætti að vera gert hátt undir höfði. Hefur rannsóknasviðið alþjóðlega skírskotun? Rannsóknarsvið sem hafa mikla alþjóðlega skírskotun ættu að hljóta meiri stuðning en þau sem gera það ekki. Svið sem hefur mjög takmarkaða alþjóðlega skírskotun er afar erfitt að fjármagna og niðurstöðurnar, augljóslega, munu sjaldan birtast í viðurkenndum alþjóðlegum fagtímaritum. Skapar sviðið fjölda einkaleyfa og sprotafyrirtækja eða styður við iðnað í landinu? Svið sem skapa mestan fjölda einkaleyfa og eru hvað frjóastur jarðvegur sprotafyrirtækja og ættu einnig að fá meiri stuðning en svið sem eru það ekki. Þetta skiptir skattgreiðendur (þá sem borga fyrir vísindin) yfirleitt miklu máli. Þessi nálgun hefði miklar breytingar í för með sér frá því sem nú er. Sem dæmi um rannsóknasvið eða háskóladeildir, sem samkvæmt þessu þyrftu að þola lítinn niðurskurð má nefna íslensk fræði (íslensk sérstaða), jarðfræði og mannerfðafræði (íslensk sérstaða og einstakar aðstæður til rannsókna) og tölvunarfræði (sprotar). Guðfræðideildir, svo dæmi sé tekið, ættu erfiðara uppdráttar. Sé stefnu líkari þessari fylgt myndu háskólar verða sérhæfðari (minna univeristas) en með slagkraft á alþjóðlegan mælikvarða. Við getum á sama tíma sparað og bætt íslenska háskóla. Í fyrsta lagi, með því að leggja áherslu á rannsóknarhlutverk háskólanna. Í öðru lagi, með því að velja rannsóknarsvið og velja deildir; leggja áherslu á það sem við getum gert vel og forðast með því að dreifa takmörkuðu fjármagni of þunnt. Í þriðja lagi, með því að tryggja sem besta notkun á rannsóknafé með því að úthluta sem stærstum hluta þess í gegnum samkeppnissjóði. Höfundur er doktor í taugavísindum og dósent í heilbrigðisverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í fjárlögum næsta árs er gert fyrir miklum niðurskurði til háskólastarfs en hlutfallslega mestum niðurskurði til tækni og raunvísinda. Þetta skýrist að hluta af breyttu reiknilíkani þar sem aukið er við framlög til ódýrustu reikniflokkanna (til dæmis lögfræði og guðfræði) á kostnað þeirra dýrustu (til dæmis flest raunvísindi og verkfræði). Skólar sem eru með hátt hlutfall nemenda sinna í dýrari reikniflokkunum verða því fyrir mikilli skerðingu.Jafnóheillavænleg og þessi þróun er þá þarf hún ekki að koma á óvart ef rýnt er í greinaskrif menntamálaráðherra að undanförnu. Í fyrsta lagi lýsir menntamálaráðherra þeirri ósk sinni að háskólar sinni í auknum mæli samfélagslegu hlutverki sínu sem, samkvæmt lagabókstafnum, felst fyrst og fremst í fræðslu til almennings og samfélags (Hlutverk og ábyrgð háskóla, Morgunblaðið 26 júní 2010). Í öðru lagi hefur ráðherra lýst þeirri skoðun sinni að háskólar þurfi breidd og fjölbreytni í námsframboði, vera universitas, annað geti rýrt gæðin, til dæmis vegna þess að færri möguleikar eru á þverfaglegu starfi í skóla með þrengra starfsvið; að lokum hefur ráðherrann lýst samvinnu obinberu skólanna í samstarfsneti sem á að verða þungamiðjan í háskólastarfi á landinu (Háskólar í mótun I og II, Fréttablaðið 1. og 14 október 2010). Samstarfsnetið verður þá eina universitas á Íslandi. Gangi þessar hugmyndir eftir má sjá fyrir sér einn stóran skóla (á íslenskan mælikvarða) sem að sönnu gæti haft vítt námsframboð og hefði mikinn slagkraft í íslensku menntakerfi. Hinsvegar er líklegt að slagkraftur slíks skóla í aþjóðlegum samanburði yrði hverfandi og sérhæfðari íslenskir skólar myndu að öðru óbreyttu hnigna. Eftifarandi athugsemdir má gera við hugmyndir ráðherra. Hvert er hlutverk haskóla? Áður hefur verið bent á (Háskólarannsóknir í kreppu og hlutverk háskóla, Fréttablaðið 1. október 2010) að skilgreining á hlutverki háskóla á íslandi er sérísklensk og þverskallast á við hefðbundin hlutverk þeirra. En þau eru menntun til sérhæfðra starfa annarsvegar og rannsóknir, þar sem spjótunum er beint að verkefnum sem ekki hafa verið leyst áður, hinsvegar. Það er erfitt að sjá fyrir sér samfélagshlutverkið eflt án þess að skaða hin, mun mikilvægari, mennta og rannsóknarhlutverk. Kannski þurfum við íslendingar að endurhugsa hlutverk háskóla landsins og færa það nær því sem þekkist hjá þjóðum með ríkari reynslu af háskólastarfi. Skilgreining ráðherrans á universitas er umdeilanleg og villandi. Umdeilanleg vegna þess að Universitas magistrorum et scholarium vísar til samfélags fræðimanna en ekki endilega til samfélags fræðimanna á mörgum (hvað þá öllum) sviðum. Villandi vegna þess að það eru mörg dæmi um svið sem í eina tíð voru talin nauðsynleg hverjum háskóla sem eru það ekki lengur; háskólar hafa því í gegnum tíðina lagt niður heilar deildir og rannsóknarsvið. Sumir af bestu háskólum í heimi eru ekki universitas í sama skilningi og ráðherrann kýs að nota orðið. Sem dæmi má nefna Tækniháskólann í Massachusetts-fylki (MIT) og Tækniháskóla Kaliforníufylkis (CalTech) sem verma fimmta og níunda sætið á lista US News and World Report yfir bestu háskóla í heimi. Ekki þarf að hnykkja á því að engin íslenskur skóli er nokkurstaðar nálægt því mælast inn á slíka lista. Þverfagleiki er ekki tryggður með því að kenna sem flest fög við einn skóla. Hér verður einnig að greina á milli þverfagleika sem felst í því að nemandi geti tekið námskeið úr öðrum deildum en þeirri sem er hans heimadeild og þverfagleika í rannsóknum. Eftir því sem deildirnar eru fleiri, því fleiri valmöguleikar eru fyrir nemendur að velja námskeið út fyrir heimadeild, það er rétt. Þetta er léttvægt ef borið saman við þverfagleika í rannsóknum. Í þeim tilfellum vinna saman vísindamenn með ólíkan bakgrunn að lausn vandamála sem ekki er hægt að leysa með þekkingu og tækni einnar fræðigreinar að vopni. Slíkt samstarf er daglegt brauð í háskólasamfélaginu en er algerlega ótengt fjölda námsbrauta í þeim skólum er vísindamennirnir starfa. Auk þessa er þverfagleiki er ekki markmið í sjálfu sér. Með því að leggja áherslu á að kenna sem flestar greinar, að setja hlutfallslega meira fé í universitas í skilningi ráðherrans, skapast hætta á að naumt fjármagn dreifist of þunnt og allur skólinn verði máttlaus. Með því að gera samfélagslegu hlutverki háskóla hátt undir höfði skapast hætta á að gengið sé á rannsóknarhlutverk þeirra. Hvort tveggja er slæmt. En hvernig ber þá að haga niðurskurði? Eins og margir kollegar mínir hafa haldið fram í ræðu og riti ætti sem stærstur hluti fjármagn til rannsókna að koma í gegnum samkeppnissjóði. Með því er tryggt að fjármagn renni helst til þeirra sem skarað hafa fram úr á viðurkenndum, alþjóðlegum, mælikvörðum vísindanna; á hinum sömu mælikvörðum og notaðir eru þegar gæði háskóla eru metin. Hiklaust ætti að færa fé sem nú rennur beint til hinna ýmsu stofnana, án þess að fylgt sé því gæðamati sem felst í samkeppnisforminu, til samkeppnisjóða og tryggja þannig betri nýtingu fjárins. Við niðurskurð á beinu fjármagni til háskóla og háskóladeilda (því fé sem fer ekki í gegnum samkeppnisjóði) ætti ekki að dreifa fénu sem jafnast til allra deilda á sama tíma og reynt er að halda út eins miklu námsframboði og hægt er. Hugsanlegt er að halda úti talsverðu námsframboði í grunnnámi en fækka möguleikum mjög í framhaldsnámi þar sem rannsóknarþunginn er mestur. Slíkt fælir þó frá góða vísindamenn á þeim sviðum sem ekki er lögð áhersla á rannsóknir með slæmum afleiðingum fyrir grunnnám í þeirri grein. Ég legg engu að síður til að niðurskurði verði beint að afmörkuðum háskóladeildum og rannsóknarsviðum og lítil áhersla verði lögð á halda úti eins miklu námsframboði og nú er gert. Við niðurskurð mætti öðru fremur taka mið af eftirfarandi: Býr sviðið við sérstöðu sem gerir það að verkum að rannsóknir á því eru sérstaklega mikilvægar fyrir land og þjóð eða er ákjósanlegra að vinna rannsóknir hérlendis en annarstaðar? Á slíkum sviðum er auðveldara að fá erlent fé til rannsókna og vísindamenn erlendis frá hafa ríkari ástæðu til þess að starfa hérlendis og með innlendum. Svið sem hafa íslenska sérstöðu ætti að vera gert hátt undir höfði. Hefur rannsóknasviðið alþjóðlega skírskotun? Rannsóknarsvið sem hafa mikla alþjóðlega skírskotun ættu að hljóta meiri stuðning en þau sem gera það ekki. Svið sem hefur mjög takmarkaða alþjóðlega skírskotun er afar erfitt að fjármagna og niðurstöðurnar, augljóslega, munu sjaldan birtast í viðurkenndum alþjóðlegum fagtímaritum. Skapar sviðið fjölda einkaleyfa og sprotafyrirtækja eða styður við iðnað í landinu? Svið sem skapa mestan fjölda einkaleyfa og eru hvað frjóastur jarðvegur sprotafyrirtækja og ættu einnig að fá meiri stuðning en svið sem eru það ekki. Þetta skiptir skattgreiðendur (þá sem borga fyrir vísindin) yfirleitt miklu máli. Þessi nálgun hefði miklar breytingar í för með sér frá því sem nú er. Sem dæmi um rannsóknasvið eða háskóladeildir, sem samkvæmt þessu þyrftu að þola lítinn niðurskurð má nefna íslensk fræði (íslensk sérstaða), jarðfræði og mannerfðafræði (íslensk sérstaða og einstakar aðstæður til rannsókna) og tölvunarfræði (sprotar). Guðfræðideildir, svo dæmi sé tekið, ættu erfiðara uppdráttar. Sé stefnu líkari þessari fylgt myndu háskólar verða sérhæfðari (minna univeristas) en með slagkraft á alþjóðlegan mælikvarða. Við getum á sama tíma sparað og bætt íslenska háskóla. Í fyrsta lagi, með því að leggja áherslu á rannsóknarhlutverk háskólanna. Í öðru lagi, með því að velja rannsóknarsvið og velja deildir; leggja áherslu á það sem við getum gert vel og forðast með því að dreifa takmörkuðu fjármagni of þunnt. Í þriðja lagi, með því að tryggja sem besta notkun á rannsóknafé með því að úthluta sem stærstum hluta þess í gegnum samkeppnissjóði. Höfundur er doktor í taugavísindum og dósent í heilbrigðisverkfræði við Háskólann í Reykjavík.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun