Vettel: Ekki ástæða til að örvænta 15. júní 2010 09:28 Þjóðverjarnir Michael Schumacher og Sebastian Vettel hafa þekkst lengi og Schumacher spáði Vettel frama þegar hann var ungur að árum í kart kappakstri. Mynd: Getty Images Þjóðverjinn Sebastian Vettel segir að ekki sé ástæða til að örvænta, þó McLaren hafi unnið tvö síðustu Formúlu 1 mót. Sjálfur hefur honum ekki gengið sem best upp á síðkastið, miðað við eigin markmið, sem er meistaratitilinn. Vettel hefur aðeins unnið eitt mót. McLaren er í efsta sæti í stigamóti bílasmiða og Lewis Hamilton og Jenson Button, ökumenn liðsins eru í fyrsta og öðru sæti í stigakeppni ökumanna. "Við vorum ekki þeir sem fólk veðjaði á fyrir mótshelgina. Við gátum ekki nýtt okkur góðan hraða bílsins með þeirri keppnisáætlun sem við ókum eftir. En þetta sýnir best hve hlutirnir eru fljótir að breytast í þessari íþrótt. Það er engin ástæða til að örvænta. Okkur hlakkar til næsta móts og búmst við framförum hvað bílinn varðar með nýjum hlutum ", sagði Vettel í frétt á autosport.com. Red Bull náði besta tíma í öllum tímatökum ársins, þar til í Kanada um helgina. Hamilton vann keppnina í Montreal, eftir að hafa verið fremstur á ráslínu. Hamilton hefur unnið tvö mót í röð og komst þannig í efsta sæti stigalistans. Mark Webber á Red Bull hafði verið í forystu og í mótinu þar á undan voru Vettel og Webber efstir og jafnir að stigum fyrir mótið, en Vettel féll úr leik eftir árekstur. Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel segir að ekki sé ástæða til að örvænta, þó McLaren hafi unnið tvö síðustu Formúlu 1 mót. Sjálfur hefur honum ekki gengið sem best upp á síðkastið, miðað við eigin markmið, sem er meistaratitilinn. Vettel hefur aðeins unnið eitt mót. McLaren er í efsta sæti í stigamóti bílasmiða og Lewis Hamilton og Jenson Button, ökumenn liðsins eru í fyrsta og öðru sæti í stigakeppni ökumanna. "Við vorum ekki þeir sem fólk veðjaði á fyrir mótshelgina. Við gátum ekki nýtt okkur góðan hraða bílsins með þeirri keppnisáætlun sem við ókum eftir. En þetta sýnir best hve hlutirnir eru fljótir að breytast í þessari íþrótt. Það er engin ástæða til að örvænta. Okkur hlakkar til næsta móts og búmst við framförum hvað bílinn varðar með nýjum hlutum ", sagði Vettel í frétt á autosport.com. Red Bull náði besta tíma í öllum tímatökum ársins, þar til í Kanada um helgina. Hamilton vann keppnina í Montreal, eftir að hafa verið fremstur á ráslínu. Hamilton hefur unnið tvö mót í röð og komst þannig í efsta sæti stigalistans. Mark Webber á Red Bull hafði verið í forystu og í mótinu þar á undan voru Vettel og Webber efstir og jafnir að stigum fyrir mótið, en Vettel féll úr leik eftir árekstur.
Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira