Handbolti

Þjóðverjar gerðu jafntefli í lokaleik sínum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það gekk lítið upp hjá Þjóðverjum á EM.
Það gekk lítið upp hjá Þjóðverjum á EM.

Þýskaland og Tékkland gerðu jafntefli, 26-26, í lokaleik sínum í milliriðli 2 sem hafði nákvæmlega enga þýðingu fyrir liðin.

Vonbrigðamóti Þjóðverja þar með lokið en þeir höfnuðu í neðsta sæti riðilsins eftir að hafa rétt komist í milliriðlakeppnina.

Lars Kaufmann var markahæstur í þýska liðinu með 7 mörk en Filið Jicha var markahæstur eins og alltaf hjá Tékkum með 6 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×