Erlent

Sögulegt samkomulag um verndun kanadískra skóga

Frá Kanada. 21 skógarhöggsfyrirtæki og níu umhverfisverndarsamtök standa að samkomulaginu. Mynd/AP
Frá Kanada. 21 skógarhöggsfyrirtæki og níu umhverfisverndarsamtök standa að samkomulaginu. Mynd/AP

Skógarhöggsfyrirtæki og umhverfisverndarsamtök í Kanada hafa komist að sögulegu samkomulagi sem miðar að því að vernda viðkvæm svæði og víðáttumikla skóga landsins. Samkomulagið felur í sér að skógarhögg verður bannað á gríðarlega stóru landsvæði eða 2/3 skóglendis Kanada. Til samanburðar má nefna að svæðið er tvöfalt stærra en Þýskaland.

21 skógarhöggsfyrirtæki og níu umhverfisverndarsamtök standa að samkomulaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×