Græða almennir lántakendur? Íris Erlingsdóttir skrifar skrifar 30. júní 2010 06:15 Ég myndi telja það afskaplega ósanngjarna niðurstöðu ef samningsvextirnir verða látnir standa.“ Fráleit niðurstaða að myntkörfulánasamningarnir standi óbreyttir án gengistryggingar.” Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra um hin ólögmætu gengistryggðu lán, 25. júní, 2010. „Því miður bendir allt til þess að ekki sé hægt að snúa við þeim gjörningi stjórnar gamla Kaupþings að fella niður persónulegar ábyrgðir stjórnenda bankans á lánum [sem þeir fengu til hlutabréfakaupa].“ Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, á Alþingi 15. júní, 2009. „Það þarf að afskrifa einhverjar skuldir ... þannig að það eru einhverjir nýir eigendur sem fá fyrirtækið með lægri skuldum eða fyrrverandi eigendur geta komið með nýtt eigið fé – þá má svo sem semja við þá líka ... og ekkert sem bendir til annars en að það gangi nokkurn veginn upp.“ Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra á aðalfundi Samtaka verslunar og þjónustu, 20. mars 2009 Biblían lítur lánastarfsemi með peninga í hagnaðarskyni ekki hýrum augum (Deut. 23:30), og þessi fordæming bókarinnar góðu hefur lengi farið afskaplega í taugarnar á þeim sem hafa það verkefni með höndum að berja saman nútíma fjármálakerfi. Þrátt fyrir að kirkjuyfirvöld hafi á endanum látið af bókstafstúlkun ákvæða þetta varðandi – sennilega fór það fyrir hjartað á þeim að sjá lánveitendur í hópi Gyðinga hagnast – var þeirri hugmynd haldið eftir að það að notfæra sér fátækt fólks væri ekki til þess fallið að skapa friðsælt þjóðfélag. Samkvæmt því var lánastarfsemi heimiluð, en aðeins gegn sanngjörnum gjöldum og ýmsar, uh, nýstárlegar, skulum við segja, innheimtuaðgerðir voru bannaðar. Í mörgum löndum, t.d. hinum vestræna heimi utan Íslands, hefur – í anda sanngjarnrar samkeppni og með tilliti til neytendaverndar – sú venja skapast að setja föst vaxtastig á háar lánaupphæðir, eins og fasteigna- og bifreiðalán. Ef verðbólga er hærri en vaxtastigið hagnast lántakandinn; ef vaxtastigið reynist hins vegar mun hærra en verðbólga getur lántakandinn skuldbreytt á lægra vaxtastigi. Þar sem bankinn hefur flest spilin á hendinni – veðtryggingu, sérfræðiþekkingu, herdeildir af lögfræðingum og innheimtuaðila – þykir þetta aðeins sanngjarnt. Á Íslandi er það hins vegar lögvernduð háttsemi að verðtryggja, eða verðbólgutengja, fasteigna- og bílalán – í reynd öll bankalán. Þetta leggur alla áhættuna af lántökunni á lántakandann og tryggir að bankinn getur aldrei tapað; bankinn mun aldrei þurfa að bera áhættu af láninu. Neytendur eru ekkert sérstaklega hrifnir af þessu kerfi og eru reiðubúnir að leggja mikið á sig til að komast hjá því að tryggja stöðugt hagnað bankanna. Myntkörfulánin virtust bjóða upp á slíkan möguleika og meðan allt lék í lyndi fyrir hrun virtist þessi lánastarfsemi vera frábær leið til að stinga fingrinum framan í bankana. En bankarnir komust ekki í núverandi stöðu með því að fremja handahófsgóðverk. Þó það ætti að hafa verið lögfræðingaherdeildum lánastofnana augljóst var þessi lánastarfsemi gróflega í andstöðu við ákvæði laga 38/2001 um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár. Nú eftir að Hæstiréttur Íslands hefur bent á þennan óþægilega sannleika veit enginn hvað gera skal. Voru lánin ólögmæt ab initio? Ætti að breyta þeim frá byrjun? Á að skila veðtryggingunni sem tekin var af lántakendum í vanskilum? Á að krefjast endurgreiðslu illa fenginna lánatengdra gjalda og kostnaðar og ofgreiddra afborgana? Hugmyndin um siðferðilega áhættu (e. moral hazard) á hér við á báða bóga. Lántakendur höfðu a.m.k. einhverja hugmynd um áhættuna sem þeir tóku; ekki var tryggt að gengið myndi alltaf vera þeim í hag. Á hinn bóginn voru lánastofnanir í algjörri yfirburðastöðu til að gera sér grein fyrir lögmæti – eða ólögmæti eins og nú er ljóst – þessara lána. Þessi lán hafa valdið miklum vanda. Að létta áhættubyrðinni af lántakendum er skárri af tveimur vondum kostum í málinu. (Þykjustu)Sérfræðiþekking bankanna mátti og hefði átt að bjarga þeirra skinni. Og bankarnir eru í stöðu til þess að endurheimta tjón sitt af lögmönnum sem kvittuðu fyrir þessa lánastarfsemi, en neytendum standa engin önnur úrræði – að venju – til boða. Ef bankar og lánastofnanir eru ekki neydd til að taka á sig eitthvað af áhættunni í fjárhagskerfinu, hafa þessir aðilar hvorki ástæðu né hvata til að tryggja að þeir hafi á sínum snærum skynsama ráðgjafa, þrói með sér skynsamlegar starfshætti, eða – mikilvægast af öllu – að þeir fari að lögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innlent Skoðun Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Ég myndi telja það afskaplega ósanngjarna niðurstöðu ef samningsvextirnir verða látnir standa.“ Fráleit niðurstaða að myntkörfulánasamningarnir standi óbreyttir án gengistryggingar.” Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra um hin ólögmætu gengistryggðu lán, 25. júní, 2010. „Því miður bendir allt til þess að ekki sé hægt að snúa við þeim gjörningi stjórnar gamla Kaupþings að fella niður persónulegar ábyrgðir stjórnenda bankans á lánum [sem þeir fengu til hlutabréfakaupa].“ Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, á Alþingi 15. júní, 2009. „Það þarf að afskrifa einhverjar skuldir ... þannig að það eru einhverjir nýir eigendur sem fá fyrirtækið með lægri skuldum eða fyrrverandi eigendur geta komið með nýtt eigið fé – þá má svo sem semja við þá líka ... og ekkert sem bendir til annars en að það gangi nokkurn veginn upp.“ Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra á aðalfundi Samtaka verslunar og þjónustu, 20. mars 2009 Biblían lítur lánastarfsemi með peninga í hagnaðarskyni ekki hýrum augum (Deut. 23:30), og þessi fordæming bókarinnar góðu hefur lengi farið afskaplega í taugarnar á þeim sem hafa það verkefni með höndum að berja saman nútíma fjármálakerfi. Þrátt fyrir að kirkjuyfirvöld hafi á endanum látið af bókstafstúlkun ákvæða þetta varðandi – sennilega fór það fyrir hjartað á þeim að sjá lánveitendur í hópi Gyðinga hagnast – var þeirri hugmynd haldið eftir að það að notfæra sér fátækt fólks væri ekki til þess fallið að skapa friðsælt þjóðfélag. Samkvæmt því var lánastarfsemi heimiluð, en aðeins gegn sanngjörnum gjöldum og ýmsar, uh, nýstárlegar, skulum við segja, innheimtuaðgerðir voru bannaðar. Í mörgum löndum, t.d. hinum vestræna heimi utan Íslands, hefur – í anda sanngjarnrar samkeppni og með tilliti til neytendaverndar – sú venja skapast að setja föst vaxtastig á háar lánaupphæðir, eins og fasteigna- og bifreiðalán. Ef verðbólga er hærri en vaxtastigið hagnast lántakandinn; ef vaxtastigið reynist hins vegar mun hærra en verðbólga getur lántakandinn skuldbreytt á lægra vaxtastigi. Þar sem bankinn hefur flest spilin á hendinni – veðtryggingu, sérfræðiþekkingu, herdeildir af lögfræðingum og innheimtuaðila – þykir þetta aðeins sanngjarnt. Á Íslandi er það hins vegar lögvernduð háttsemi að verðtryggja, eða verðbólgutengja, fasteigna- og bílalán – í reynd öll bankalán. Þetta leggur alla áhættuna af lántökunni á lántakandann og tryggir að bankinn getur aldrei tapað; bankinn mun aldrei þurfa að bera áhættu af láninu. Neytendur eru ekkert sérstaklega hrifnir af þessu kerfi og eru reiðubúnir að leggja mikið á sig til að komast hjá því að tryggja stöðugt hagnað bankanna. Myntkörfulánin virtust bjóða upp á slíkan möguleika og meðan allt lék í lyndi fyrir hrun virtist þessi lánastarfsemi vera frábær leið til að stinga fingrinum framan í bankana. En bankarnir komust ekki í núverandi stöðu með því að fremja handahófsgóðverk. Þó það ætti að hafa verið lögfræðingaherdeildum lánastofnana augljóst var þessi lánastarfsemi gróflega í andstöðu við ákvæði laga 38/2001 um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár. Nú eftir að Hæstiréttur Íslands hefur bent á þennan óþægilega sannleika veit enginn hvað gera skal. Voru lánin ólögmæt ab initio? Ætti að breyta þeim frá byrjun? Á að skila veðtryggingunni sem tekin var af lántakendum í vanskilum? Á að krefjast endurgreiðslu illa fenginna lánatengdra gjalda og kostnaðar og ofgreiddra afborgana? Hugmyndin um siðferðilega áhættu (e. moral hazard) á hér við á báða bóga. Lántakendur höfðu a.m.k. einhverja hugmynd um áhættuna sem þeir tóku; ekki var tryggt að gengið myndi alltaf vera þeim í hag. Á hinn bóginn voru lánastofnanir í algjörri yfirburðastöðu til að gera sér grein fyrir lögmæti – eða ólögmæti eins og nú er ljóst – þessara lána. Þessi lán hafa valdið miklum vanda. Að létta áhættubyrðinni af lántakendum er skárri af tveimur vondum kostum í málinu. (Þykjustu)Sérfræðiþekking bankanna mátti og hefði átt að bjarga þeirra skinni. Og bankarnir eru í stöðu til þess að endurheimta tjón sitt af lögmönnum sem kvittuðu fyrir þessa lánastarfsemi, en neytendum standa engin önnur úrræði – að venju – til boða. Ef bankar og lánastofnanir eru ekki neydd til að taka á sig eitthvað af áhættunni í fjárhagskerfinu, hafa þessir aðilar hvorki ástæðu né hvata til að tryggja að þeir hafi á sínum snærum skynsama ráðgjafa, þrói með sér skynsamlegar starfshætti, eða – mikilvægast af öllu – að þeir fari að lögum.
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar