Erlent

Liu Xiaobo fær friðarverðlaun Nóbels

Liu Xiaobo hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár.
Liu Xiaobo hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár.

Kínverski andófsmaðurinn Liu Xiaobo hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Þetta var tilkynnt í Osló í morgun. Liu situr nú í fangelsi í heimalandi sínu fyrir að hvetja til pólitískra umbóta og aukins tjáningar- og trúfrelsis.

Hann var handtekinn fyrir tveimur árum og dæmdur fyrir framangreind afbrot. Liu, sem orðinn er 55 ára gamall, hefur átt í útistöðum við kínversk stjórnvöld stóran hluta af lífi sínu. Hann komst í sviðsljós heimsins eftir fræg mótmæli á Tinnanmen torgi árið 1989.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×