Gjöfin dýra – skuldabagginn Ólína Þorvarðardóttir skrifar 20. janúar 2010 06:00 Íslenskur sjávarútvegur mun gegna lykilhlutverki við þá endurreisn sem fram undan er í atvinnulífinu. Því er mikilvægt að skapa greininni bestu rekstrarskilyrði sem völ er á og treysta þannig rekstrargrundvöllinn til langs tíma. Jafnframt er mikilvægt að sátt ríki í samfélaginu um stjórn fiskveiða." Þannig hefst stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar í fiskveiðimálum. Skuldir sjávarútvegsinsEftir að þessi orð voru sett á blað hafa komið í ljós uggvænlegar upplýsingar um skuldastöðu sjávarútvegsins. Í opinberum kynningarritum LÍÚ frá síðasta ári eru skuldirnar sagðar um 550 milljarðar króna. Svör hafa enn ekki fengist við fyrirspurn sem ég lagði fram á Alþingi skömmu fyrir jól um skuldir sjávarútvegsfyrirtækja. Því er erfitt að fullyrða nákvæmlega um skuldastöðuna, en varla er hún lægri en samtök útvegsmanna hafa sjálf gefið upp. Til samanburðar má nefna að þetta er meira en helmingi hærri upphæð en ætla má að standi eftir af Icesave-skuldinni þegar eignir Landsbankans hafa verið gerðar upp. Sé miðað við sömu vexti lætur nærri að vaxtabyrðin af skuldum sjávarútvegsins (án þess að greitt sé inn á lán) sé um 27 milljarðar á ári. Það jafngildir 88 þkr á hvert mannsbarn í landinu, eða 156 mkr á hvern launamann. Skuldir sjávarútvegsins eru vaxtaberandi skuldir sem að meginþorra til eru erlend lán. Því má segja að arðurinn af íslenskum sjávarútvegi renni úr landi. Við Íslendingar erum í þeim skilningi leiguliðar hinna erlendu kröfuhafa. Þannig er komið fyrir þessari undirstöðuatvinnugrein sem byggist á nýtingu fiskveiðiauðlindar okkar - „gjöfinni" dýru sem útvegsmönnum var færð í hendur þegar kvótakerfinu var komið á í núverandi mynd með því að veiðiheimildunum var skipt milli þeirra endurgjaldslaust. Þeir sem fengu veiðiheimildirnar ókeypis hafa síðan hagnast á því að selja þær og leigja frá sér, og í mörgum tilvikum hagnast betur á útleigunni heldur en því að veiða fiskinn. Þá hafa veiðiheimildirnar verið veðsettar langt umfram greiðslugetu atvinnugreinarinnar - þær hafa gengið sem hver annar viðskiptavarningur, leiguverðmæti, erfða- og skiptagóss. Hver á fiskinn í sjónum?Er þetta í einhverju samræmi við vilja löggjafans? Í fyrstu grein fiskveiðistjórnunarlaga segir skýrt og skorinort: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum." Þrátt fyrir þetta skýra ákvæði hafa staðið harðar deilur milli útgerðar og stjórnvalda í þrjá áratugi um eignarhald og ráðstöfunarrétt á veiðiheimildunum. Útgerðarmenn vísa í 72. gr. stjórnarskrárinnar sem segir: „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir." Þeir sem vilja breytingar á kvótakerfinu benda hins vegar á 75. grein stjórnarskrárinnar sem segir: „Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess." Og hér stendur hnífurinn í kúnni. Löggjafinn álítur fiskveiðiheimildirnar vera eign þjóðarinnar, útvegsmenn líta á þær sem einkaeign. Í þjóðarrétti er þung áhersla lögð á rétt þjóða til að njóta auðlinda sinna. Samkvæmt yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna nr. 1803 frá 1962 á nýtingu náttúruauðlinda „að þjóna hagsmunum og auka velmegun fólks í viðkomandi ríki". Um þetta verður nánar fjallað í greinum sem birtast hér í blaðinu næstu daga. Höfundur er varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Íslenskur sjávarútvegur mun gegna lykilhlutverki við þá endurreisn sem fram undan er í atvinnulífinu. Því er mikilvægt að skapa greininni bestu rekstrarskilyrði sem völ er á og treysta þannig rekstrargrundvöllinn til langs tíma. Jafnframt er mikilvægt að sátt ríki í samfélaginu um stjórn fiskveiða." Þannig hefst stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar í fiskveiðimálum. Skuldir sjávarútvegsinsEftir að þessi orð voru sett á blað hafa komið í ljós uggvænlegar upplýsingar um skuldastöðu sjávarútvegsins. Í opinberum kynningarritum LÍÚ frá síðasta ári eru skuldirnar sagðar um 550 milljarðar króna. Svör hafa enn ekki fengist við fyrirspurn sem ég lagði fram á Alþingi skömmu fyrir jól um skuldir sjávarútvegsfyrirtækja. Því er erfitt að fullyrða nákvæmlega um skuldastöðuna, en varla er hún lægri en samtök útvegsmanna hafa sjálf gefið upp. Til samanburðar má nefna að þetta er meira en helmingi hærri upphæð en ætla má að standi eftir af Icesave-skuldinni þegar eignir Landsbankans hafa verið gerðar upp. Sé miðað við sömu vexti lætur nærri að vaxtabyrðin af skuldum sjávarútvegsins (án þess að greitt sé inn á lán) sé um 27 milljarðar á ári. Það jafngildir 88 þkr á hvert mannsbarn í landinu, eða 156 mkr á hvern launamann. Skuldir sjávarútvegsins eru vaxtaberandi skuldir sem að meginþorra til eru erlend lán. Því má segja að arðurinn af íslenskum sjávarútvegi renni úr landi. Við Íslendingar erum í þeim skilningi leiguliðar hinna erlendu kröfuhafa. Þannig er komið fyrir þessari undirstöðuatvinnugrein sem byggist á nýtingu fiskveiðiauðlindar okkar - „gjöfinni" dýru sem útvegsmönnum var færð í hendur þegar kvótakerfinu var komið á í núverandi mynd með því að veiðiheimildunum var skipt milli þeirra endurgjaldslaust. Þeir sem fengu veiðiheimildirnar ókeypis hafa síðan hagnast á því að selja þær og leigja frá sér, og í mörgum tilvikum hagnast betur á útleigunni heldur en því að veiða fiskinn. Þá hafa veiðiheimildirnar verið veðsettar langt umfram greiðslugetu atvinnugreinarinnar - þær hafa gengið sem hver annar viðskiptavarningur, leiguverðmæti, erfða- og skiptagóss. Hver á fiskinn í sjónum?Er þetta í einhverju samræmi við vilja löggjafans? Í fyrstu grein fiskveiðistjórnunarlaga segir skýrt og skorinort: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum." Þrátt fyrir þetta skýra ákvæði hafa staðið harðar deilur milli útgerðar og stjórnvalda í þrjá áratugi um eignarhald og ráðstöfunarrétt á veiðiheimildunum. Útgerðarmenn vísa í 72. gr. stjórnarskrárinnar sem segir: „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir." Þeir sem vilja breytingar á kvótakerfinu benda hins vegar á 75. grein stjórnarskrárinnar sem segir: „Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess." Og hér stendur hnífurinn í kúnni. Löggjafinn álítur fiskveiðiheimildirnar vera eign þjóðarinnar, útvegsmenn líta á þær sem einkaeign. Í þjóðarrétti er þung áhersla lögð á rétt þjóða til að njóta auðlinda sinna. Samkvæmt yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna nr. 1803 frá 1962 á nýtingu náttúruauðlinda „að þjóna hagsmunum og auka velmegun fólks í viðkomandi ríki". Um þetta verður nánar fjallað í greinum sem birtast hér í blaðinu næstu daga. Höfundur er varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar