Innlent

Tekst á við eftirhermu

Kanadískur maður hefur hermt eftir hönnun Sruli Recht og selur eftirhermuna á sömu síðu og Sruli sem er að vonum mjög ósáttur.
Fréttablaðið/gva
Kanadískur maður hefur hermt eftir hönnun Sruli Recht og selur eftirhermuna á sömu síðu og Sruli sem er að vonum mjög ósáttur. Fréttablaðið/gva

Umdeild regnhlíf hönnuðarins Sruli Recht hefur dúkkað upp í sölu sem hönnun annars manns. Sruli segir að verið sé að stela hönnun hans.

Það hefur vakið nokkra athygli manna og kvenna að á vefsíðunni Behance.net má finna hina frægu Umbuster regnhlíf iðnhönnuðarins Sruli Recht og á sömu síðu er önnur nánast eins regnhlíf eftir annan hönnuð. Eini sjáanlegi munurinn á regnhlífunum er efniviður handfanganna, en annað er úr léttu áli á meðan hitt er úr viði.

Þegar málið var borið undir Sruli segist hann hafa vitað af þessu í nokkra hríð. „Ég var búinn að reka augun í þetta og sendi meðal annars þessum strák bréf þar sem ég benti honum á að það sem hann væri að gera væri hönnunarstuldur.

Auk þess fékk ég hann fjarlægðan af vefsíðunni Etsy.com og var líka búinn að byðja Behance.net um að fjarlægja hann af síðunni þeirra, en þau hafa greinilega ekki orðið við þeirri bón. Fyrir utan þetta er í raun lítið sem ég get aðhafst í málinu. Ekki nema ég fljúgi út og reyni að hafa uppi á manninum,“ segir Sruli.

Hann hannaði Umbuster regnhlíf sína árið 2004 en samkvæmt upplýsingum sem fundust á Netinu kom eftirherman á markað í fyrra.

„Þessi strákur segist aldrei hafa séð hönnun mína áður. Mér finnst það nokkuð langsótt því ef þú „googlar“ orðið Umbuster færðu upp 12.000 leitarniðurstöður. Gallinn er að þó ég hefði tryggt mér eitthvert vörumerki þá gerir það lítið til að verja mann ef manneskjan er búsett í öðru landi og kýs að hunsa þig,“ segir Sruli að lokum. sara@frettabladid.is

Hin upprunalega Hin umtalaða Umbuster regnhlíf úr smiðju Sruli Recht.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×