Hið rétta um húsnæðismál borgarinnar Óskar Bergsson skrifar 16. janúar 2010 06:00 Sigrún Elsa Smáradóttir borgarfulltrúi heldur áfram gagnrýni sinni á húsnæðiskostnað borgarinnar þrátt fyrir að margsinnis sé búið að fara yfir málið með henni og útskýra í hverju munurinn liggur. Nú síðast í ágætri fréttaskýringu Péturs Gunnarssonar á Fréttablaðinu á þriðjudaginn var. Í grein í Fréttablaðinu í gær heldur borgarfulltrúinn enn áfram og nú með því að gera að engu réttar upplýsingar um þróun húsnæðiskostnaðar borgarinnar, líkir Ráðhúsinu við draugahús, fer með rangt mál um ábyrgð á flutningi fjármálaskrifstofu og fullyrðir ranglega að innri endurskoðun sé til húsa við Höfðatorg. Hækkunin sem Sigrún Elsa vísar til er fyrst og fremst til komin vegna leiðréttinga sem gerðar voru þegar eignarekstur borgarinnar var settur undir einn hatt og við þær breytingar kom upp ýmis falinn húsnæðiskostnaður, s.s. eins og hlutdeild borgarinnar í byggingu framhaldsskóla og millifærsla úr eignasjóði í aðalsjóð vegna fasteignagjalda. Aðrir þættir í húsnæðisrekstrinum sem hafa orðið til hækkunar á húsnæði eru fyrst raunverulega að koma fram eftir að eignareksturinn var aðgreindur frá almennum rekstri. Húsrými á hvern nemanda bæði í leik- og grunnskólum hefur aukist á undanförnum árum. Síðan má nefna að þjónustumiðstöðvar hafa verið settar á fót í öllum hverfum borgarinnar sem er hrein viðbót við fasteignarekstur borgarinnar frá árinu 2005. Stefnumótun Samfylkingarinnar um leigustefnu húsnæðis frekar en eignastefnu og leigusamningur á Höfðatorgi, sem Dagur B. Eggertsson gerði í sinni stuttu borgarstjóratíð hafa lagt sín lóð á þessa vogarskál. Það kemur því úr hörðustu átt þegar Samfylkingin skammar núverandi meirihluta fyrir aukinn húsnæðiskostnað borgarinnar sem að stærstum hluta varð til vegna þeirra eigin ákvarðanna. Ekki veit ég hvað Sigrúnu Elsu gengur til þegar hún lýsir Ráðhúsinu sem draugahúsi og vísar til orða minna í borgarstjórn um að nýta mætti Ráðhúsið betur en gert er. Þar er á ferðinni einhver smekkleysa sem borgarfulltrúinn hefur kosið að tileinka sér til þess að draga að sér athygli. Því miður með neikvæðum formerkjum fyrir hana. Fleiri smáar rangfærslu eru í greininni s.s. eins og að fjármálaskrifstofan hafi flutt í Höfðatorg á síðasta ári. Það var gert í borgarstjóratíð Ólafs F. Magnússonar og einnig er það rangt að innri endurskoðun sé á Höfðatorgi, en hið rétta er að starfsemin er við Vatnagarða 28. Í stóru sem smáu koma fram rangfærslur í málflutningi Sigrúnar Elsu og vona ég að borgarfulltrúinn undirbúi sig betur framvegis en hún hefur gert fram að þessu. Góðu fréttirnar í þessari húsnæðisumræðu eru auðvitað þær að húsnæðiskostnaður er ekki nema 14 prósent af heildarútgjöldum borgarinnar og er óhætt að fullyrða að mörg heimili í landinu myndu vilja vera í þeim sporum. Þessu hefur ítrekað verið komið á framfæri við borgarfulltrúann en hann kýs enn að snúa út úr. Í þessari síðustu grein sinni opinberaði Sigrún Elsa óvandvirkni og rangtúlkun sína á málaflokknum og er mál að linni. Höfundur er formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Sigrún Elsa Smáradóttir borgarfulltrúi heldur áfram gagnrýni sinni á húsnæðiskostnað borgarinnar þrátt fyrir að margsinnis sé búið að fara yfir málið með henni og útskýra í hverju munurinn liggur. Nú síðast í ágætri fréttaskýringu Péturs Gunnarssonar á Fréttablaðinu á þriðjudaginn var. Í grein í Fréttablaðinu í gær heldur borgarfulltrúinn enn áfram og nú með því að gera að engu réttar upplýsingar um þróun húsnæðiskostnaðar borgarinnar, líkir Ráðhúsinu við draugahús, fer með rangt mál um ábyrgð á flutningi fjármálaskrifstofu og fullyrðir ranglega að innri endurskoðun sé til húsa við Höfðatorg. Hækkunin sem Sigrún Elsa vísar til er fyrst og fremst til komin vegna leiðréttinga sem gerðar voru þegar eignarekstur borgarinnar var settur undir einn hatt og við þær breytingar kom upp ýmis falinn húsnæðiskostnaður, s.s. eins og hlutdeild borgarinnar í byggingu framhaldsskóla og millifærsla úr eignasjóði í aðalsjóð vegna fasteignagjalda. Aðrir þættir í húsnæðisrekstrinum sem hafa orðið til hækkunar á húsnæði eru fyrst raunverulega að koma fram eftir að eignareksturinn var aðgreindur frá almennum rekstri. Húsrými á hvern nemanda bæði í leik- og grunnskólum hefur aukist á undanförnum árum. Síðan má nefna að þjónustumiðstöðvar hafa verið settar á fót í öllum hverfum borgarinnar sem er hrein viðbót við fasteignarekstur borgarinnar frá árinu 2005. Stefnumótun Samfylkingarinnar um leigustefnu húsnæðis frekar en eignastefnu og leigusamningur á Höfðatorgi, sem Dagur B. Eggertsson gerði í sinni stuttu borgarstjóratíð hafa lagt sín lóð á þessa vogarskál. Það kemur því úr hörðustu átt þegar Samfylkingin skammar núverandi meirihluta fyrir aukinn húsnæðiskostnað borgarinnar sem að stærstum hluta varð til vegna þeirra eigin ákvarðanna. Ekki veit ég hvað Sigrúnu Elsu gengur til þegar hún lýsir Ráðhúsinu sem draugahúsi og vísar til orða minna í borgarstjórn um að nýta mætti Ráðhúsið betur en gert er. Þar er á ferðinni einhver smekkleysa sem borgarfulltrúinn hefur kosið að tileinka sér til þess að draga að sér athygli. Því miður með neikvæðum formerkjum fyrir hana. Fleiri smáar rangfærslu eru í greininni s.s. eins og að fjármálaskrifstofan hafi flutt í Höfðatorg á síðasta ári. Það var gert í borgarstjóratíð Ólafs F. Magnússonar og einnig er það rangt að innri endurskoðun sé á Höfðatorgi, en hið rétta er að starfsemin er við Vatnagarða 28. Í stóru sem smáu koma fram rangfærslur í málflutningi Sigrúnar Elsu og vona ég að borgarfulltrúinn undirbúi sig betur framvegis en hún hefur gert fram að þessu. Góðu fréttirnar í þessari húsnæðisumræðu eru auðvitað þær að húsnæðiskostnaður er ekki nema 14 prósent af heildarútgjöldum borgarinnar og er óhætt að fullyrða að mörg heimili í landinu myndu vilja vera í þeim sporum. Þessu hefur ítrekað verið komið á framfæri við borgarfulltrúann en hann kýs enn að snúa út úr. Í þessari síðustu grein sinni opinberaði Sigrún Elsa óvandvirkni og rangtúlkun sína á málaflokknum og er mál að linni. Höfundur er formaður borgarráðs.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar