Erlent

Hundruð drukkna í hitabylgju

Óli Tynes skrifar

Hundruð Rússa hafa drukknað í mikilli og langvarandi hitabylgju sem gengur yfir landið. Hitinn inn til landsins hefur verið yfir 37 stig dögum saman.

Í Moskvu voru sendir tankbílar með kalt vatn til þess að sprauta á götur þar sem fólk var farið að festast við hálfbráðnað malbik.

Til þess að svala sér aðeins hafa Rússar kastað sér út í tjarnir, ár og stöðuvötn til þess að fá sér sundsprett. Hundruð þeirra hafa drukknað.

Yfirvöld segja að það sé bæði vegna áfengisneyslu og vegna þess að fólk sinni ekki viðvörunarskiltum þar sem hættulegt er að synda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×