Erlent

Kom sprengju fyrir á Times Square

Shahzad kom fyrir dómara í New York í kvöld.
Shahzad kom fyrir dómara í New York í kvöld. Mynd/AP
Hryðjuverkamaðurinn sem var handtekinn vegna misheppnaðs sprengjutilræðis í New York fyrr í byrjun maí hefur játað sig sekan. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.

Tveimur dögum eftir að sprengja sem komið var fyrir í jeppa á Times Square í New York fannst var Faisal Shahzad handtekinn á JFK flugvellinum á leið til Dubai. Hann fæddist í Pakistan en fékk bandarískan ríkisborgararétt árið 2007.

Shahzad kom fyrir dómara um miðjan maí en tók sér frest til þess að lýsa afstöðu sinni til ákærunnar sem er í tíu liðum. Hann kom fyrir dómara á nýjan leik í kvöld og játaði aðild sína að málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×