Aukinn fjárhagsvandi stúdenta Jens Fjalar Skaptason skrifar 21. júní 2010 06:00 Nýverið samþykkti meirihluti Háskólaráðs Háskóla Íslands að fara þess á leit við ráðherra að gjaldtökuheimild fyrir skrásetningargjöldum yrði hækkuð úr 45.000 kr. í 65.000 kr. fyrir hvern nemanda á ársgrundvelli. Fulltrúar nemenda í Háskólaráði neituðu að greiða atkvæði með tillögunni og sátu hjá. Það er óhætt að fullyrða að nemendur við Háskóla Íslands hafa borið mjög skarðan hlut frá borði undanfarin misseri. Árferði í atvinnutækifærum fyrir stúdenta hefur reynst mjög erfitt og fjöldi námsmanna stendur frammi fyrir atvinnuleysi í sumar. Átaksverkefni sveitarfélaga og stofnana þeirra, sem Félags- og tryggingamálaráðuneyti hrinti af stað, útvegaði um 900 námsmönnum sumarvinnu í að meðaltali tvo mánuði í senn. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun voru hins vegar um 1500-1700 námsmenn sem sóttu um þessar 900 stöður. Þar má því glöggt sjá þörfina fyrir frekari úrræðum fyrir námsmenn yfir sumartímann. Að mati SHÍ er óhætt að fullyrða að sumarnám það sem Háskóli Íslands bauð nemendum sínum upp á í sumar hafi ekki þjónað sínum tilgangi. Á opinberu málþingi í mars var þeirri staðhæfingu varpað fram að boðið yrði upp á 100-200 sumarpróf við háskólann. Í kjölfarið gerðu margir nemendur ráð fyrir því að sú yrði raunin og ráðstöfuðu sumrinu í samræmi við það. SHÍ beitti sér sömuleiðis af fullum þunga fyrir því að háskólayfirvöld uppfylltu gefin loforð, og var þá helst horft til möguleika nemenda á framfærslu í gegnum LÍN. Þegar upp var staðið bauð Háskóli Íslands upp á tæplega 30 sumarpróf – úrræði sem nýttust einungis takmörkuðum hópi námsmanna. Nú liggja fyrir breytingar á 56. og 57. gr. reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands þar sem sú meginregla verður fest í sessi að sjúkra- og upptökupróf verða aðgreind. Breytingarnar munu taka gildi 1. júlí næstkomandi. Samkvæmt þessum reglum munu upptökupróf fara fram næst þegar almennt próf er haldið í námskeiðinu og eigi síðar en innan árs. Mikil óánægja ríkir meðal nemenda vegna fyrirhugaðra breytinga á reglunum, enda ljóst að áratugalangri venju fyrir því að halda upptökupróf sé nú á enda, með ákveðnum undantekningum þó. SHÍ telur breytinguna einungis til þess fallna að gera nemendum mun erfiðara um vik og þá ekki síst fjárhagslega (með tilliti til námslána frá LÍN – sem byggja m.a. á námsframvindu). Það er því erfitt að sjá hvernig það starf innan háskólans sem miðar að því að takmarka brottfall nemenda getur gefið þessum breytingum byr undir báða vængi eins og háskólayfirvöld halda fram. Að auki við þessa breytingu á fyrirkomulagi upptökuprófa samþykkti háskólaráð nýverið gjaldtöku fyrir upptökupróf við Háskóla Íslands, en í samræmi við heimild í b-lið 2. mgr. 24. gr. laga um opinbera háskóla má taka gjald til að standa undir fyrirlögn og yfirferð upptökuprófa. Samþykkt viðmiðunargjald í háskólaráði var 6.000 krónur. Þetta þýðir að í þeim tilvikum sem undantekningarnar eiga við og boðið er upp á upptökupróf verður nú innheimt sérstakt gjald fyrir það. Til að bæta gráu ofan á svart var úthlutunarreglum LÍN svo nýlega breytt í þá veru að auknar kröfur eru gerðar til námsframvindu nemenda. Í staðinn fyrir að lágmarksviðmið um námsframvindu séu 20 einingar á skólaári hafa reglurnar verið hertar í þá veru að gerð er krafa um lágmark 18 einingar á önn. Með afnámi upptökuprófa sem meginreglu getur þetta haft gríðarlega slæmar fjárhagslegar afleiðingar fyrir námsmenn Háskóla Íslands. Það er mat SHÍ að aukin fjárhagsleg byrði á nemendur Háskóla Íslands muni skerða jafnrétti þegna þjóðfélagsins enn frekar til náms. Íslenskt samfélag hefur lengi státað sig af því að standa vörð um jafnrétti einstaklinga til náms án tillits til efnahags en með hækkun skrásetningargjalda er ljóst að menntun myndi færast enn einu skammarlegu skrefinu til viðbótar nær forréttindum hinna efnameiri. Skrásetningargjöld við opinbera háskóla eru ekki lánshæf hjá LÍN öfugt við skólagjöld einkareknu háskóla landsins. Með þessu er í raun verið að klyfja námsmenn skólanna með ósanngjarnri gjaldtöku, ekki síst í ljósi þess að námsmönnum sem sækja nám af frjálsum vilja til einkarekinna háskóla er boðið upp á lán fyrir skólagjöldum þeirra. Það skýtur skökku við að LÍN veiti nemendum opinberu háskólanna í raun lakari kjör en nemendum einkarekinna háskóla. Í ljósi ofangreinds hefur SHÍ krafist þess að menntamálaráðherra hafni beiðni háskólaráðs Háskóla Íslands um heimild til hækkunar skrásetningargjalda. Það er með öllu ótækt að námsmönnum við hinn ríkisrekna háskóla sé gert svo erfitt um vik að stunda nám sér í lagi með hliðsjón af breytingum á högum námsmanna við Háskóla Íslands undanfarið til hins verra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Sjá meira
Nýverið samþykkti meirihluti Háskólaráðs Háskóla Íslands að fara þess á leit við ráðherra að gjaldtökuheimild fyrir skrásetningargjöldum yrði hækkuð úr 45.000 kr. í 65.000 kr. fyrir hvern nemanda á ársgrundvelli. Fulltrúar nemenda í Háskólaráði neituðu að greiða atkvæði með tillögunni og sátu hjá. Það er óhætt að fullyrða að nemendur við Háskóla Íslands hafa borið mjög skarðan hlut frá borði undanfarin misseri. Árferði í atvinnutækifærum fyrir stúdenta hefur reynst mjög erfitt og fjöldi námsmanna stendur frammi fyrir atvinnuleysi í sumar. Átaksverkefni sveitarfélaga og stofnana þeirra, sem Félags- og tryggingamálaráðuneyti hrinti af stað, útvegaði um 900 námsmönnum sumarvinnu í að meðaltali tvo mánuði í senn. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun voru hins vegar um 1500-1700 námsmenn sem sóttu um þessar 900 stöður. Þar má því glöggt sjá þörfina fyrir frekari úrræðum fyrir námsmenn yfir sumartímann. Að mati SHÍ er óhætt að fullyrða að sumarnám það sem Háskóli Íslands bauð nemendum sínum upp á í sumar hafi ekki þjónað sínum tilgangi. Á opinberu málþingi í mars var þeirri staðhæfingu varpað fram að boðið yrði upp á 100-200 sumarpróf við háskólann. Í kjölfarið gerðu margir nemendur ráð fyrir því að sú yrði raunin og ráðstöfuðu sumrinu í samræmi við það. SHÍ beitti sér sömuleiðis af fullum þunga fyrir því að háskólayfirvöld uppfylltu gefin loforð, og var þá helst horft til möguleika nemenda á framfærslu í gegnum LÍN. Þegar upp var staðið bauð Háskóli Íslands upp á tæplega 30 sumarpróf – úrræði sem nýttust einungis takmörkuðum hópi námsmanna. Nú liggja fyrir breytingar á 56. og 57. gr. reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands þar sem sú meginregla verður fest í sessi að sjúkra- og upptökupróf verða aðgreind. Breytingarnar munu taka gildi 1. júlí næstkomandi. Samkvæmt þessum reglum munu upptökupróf fara fram næst þegar almennt próf er haldið í námskeiðinu og eigi síðar en innan árs. Mikil óánægja ríkir meðal nemenda vegna fyrirhugaðra breytinga á reglunum, enda ljóst að áratugalangri venju fyrir því að halda upptökupróf sé nú á enda, með ákveðnum undantekningum þó. SHÍ telur breytinguna einungis til þess fallna að gera nemendum mun erfiðara um vik og þá ekki síst fjárhagslega (með tilliti til námslána frá LÍN – sem byggja m.a. á námsframvindu). Það er því erfitt að sjá hvernig það starf innan háskólans sem miðar að því að takmarka brottfall nemenda getur gefið þessum breytingum byr undir báða vængi eins og háskólayfirvöld halda fram. Að auki við þessa breytingu á fyrirkomulagi upptökuprófa samþykkti háskólaráð nýverið gjaldtöku fyrir upptökupróf við Háskóla Íslands, en í samræmi við heimild í b-lið 2. mgr. 24. gr. laga um opinbera háskóla má taka gjald til að standa undir fyrirlögn og yfirferð upptökuprófa. Samþykkt viðmiðunargjald í háskólaráði var 6.000 krónur. Þetta þýðir að í þeim tilvikum sem undantekningarnar eiga við og boðið er upp á upptökupróf verður nú innheimt sérstakt gjald fyrir það. Til að bæta gráu ofan á svart var úthlutunarreglum LÍN svo nýlega breytt í þá veru að auknar kröfur eru gerðar til námsframvindu nemenda. Í staðinn fyrir að lágmarksviðmið um námsframvindu séu 20 einingar á skólaári hafa reglurnar verið hertar í þá veru að gerð er krafa um lágmark 18 einingar á önn. Með afnámi upptökuprófa sem meginreglu getur þetta haft gríðarlega slæmar fjárhagslegar afleiðingar fyrir námsmenn Háskóla Íslands. Það er mat SHÍ að aukin fjárhagsleg byrði á nemendur Háskóla Íslands muni skerða jafnrétti þegna þjóðfélagsins enn frekar til náms. Íslenskt samfélag hefur lengi státað sig af því að standa vörð um jafnrétti einstaklinga til náms án tillits til efnahags en með hækkun skrásetningargjalda er ljóst að menntun myndi færast enn einu skammarlegu skrefinu til viðbótar nær forréttindum hinna efnameiri. Skrásetningargjöld við opinbera háskóla eru ekki lánshæf hjá LÍN öfugt við skólagjöld einkareknu háskóla landsins. Með þessu er í raun verið að klyfja námsmenn skólanna með ósanngjarnri gjaldtöku, ekki síst í ljósi þess að námsmönnum sem sækja nám af frjálsum vilja til einkarekinna háskóla er boðið upp á lán fyrir skólagjöldum þeirra. Það skýtur skökku við að LÍN veiti nemendum opinberu háskólanna í raun lakari kjör en nemendum einkarekinna háskóla. Í ljósi ofangreinds hefur SHÍ krafist þess að menntamálaráðherra hafni beiðni háskólaráðs Háskóla Íslands um heimild til hækkunar skrásetningargjalda. Það er með öllu ótækt að námsmönnum við hinn ríkisrekna háskóla sé gert svo erfitt um vik að stunda nám sér í lagi með hliðsjón af breytingum á högum námsmanna við Háskóla Íslands undanfarið til hins verra.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun