Erlent

Margir fyrrum hermenn í Danmörku búa í skógum landsins

Margir fyrrum hermenn í Danmörku hafa ekki getað samlagað sig dönsku samfélagi á ný eftir herþjónustu á átakasvæðum víða um heiminn. Þeir hafa tekið sér bólfestu í skógum landsins og lifa þar einir af veiðum og landsins gæðum.

Jyllands Posten fjallar um málið í dag en vitað er um tug fyrrverandi hermanna sem ekki hafa getað fótað sig í samfélaginu og sest að í skógum landsins. Þar byggja þeir sér skýli og lifa af berjatínslu og veiðum.

Þessir menn hafa meðal annars gengt herþjónustu í Bosníu og Afganistan þar sem þeir hafa lent í átökum og upplifað aðrar hörmungar stríðsreksturs.

Blaðið ræðir við hermanninn Thomas Furustubbe sem var sendur fimm sinnum til Balkanskagans á síðasta áratug. Hann veit um þrjá fyrrverandi félaga sína sem nú lifa í skóglendi á Jótlandi .

Furustubbe varar fólk við því að reyna að nálgast þessa menn. Þeir eru vopnaðir og í huga sínum eru þeir enn í stríði. Auk þeirra þriggja er vitað um átta aðra fyrrum hermenn sem halda til í skóglendinu við Munkebjerg, Frijsenborg og Himmerland.

Skotveiðifélag Danmerkur hefur áhyggjur af þessum mönnum og leitar nú leiða fyrir meðlimi sína að forðast þá.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×