Erlent

Sprenging í námu í Kína kostar 47 manns lífið

Að minnsta kosti 47 menn hafa farist í mikilli sprengingu í kolanámu í Henan héraði í Kína. Þegar hefur tekist að bjarga 26 mönnum en sprengingin áttu sér stað síðdegis í gær.

Samkvæmt frétt í kínverska ríkissjónvarpinu var mikið magn af byssupúðri geymt í námunni og orskaði það sprenginguna eftir að kviknaði í því.

Fram kemur í fréttinni að náman hefur verið starfsrækt þrátt fyrir að hafa misst starfsleyfi sitt fyrir þremur vikum síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×