Innlent

Síhækkandi vatnsyfirborð í Gígjukvísl

MYND/Lóa Pind Aldísardóttir

Vatnsrennsli hélt áfram að aukast í Gígjukvísl í nótt og hefur vatnsyfirborð hækkað um allt að einn metra. Eldfjallafræðingar bíða spenntir eftir því hvort Grímsvötn fari að gjósa.

Lóa Pind Aldísardóttir fréttamaður er fyrir austan. Hún segir ána heldur ófrýnilega en áin þarf enn að vaxa nokkuð til að hún fari að kitla stöplana á brúnni við Gígjukvísl.

Oddur Sigurðsson jöklafræðingur á ekki von á því að hlaupið nái hámarki fyrr en eftir um viku. Margir hafa talið að hámarkið náist á fjórum eða fimm dögum en Oddur er öllu varkárari í mati sínu.

Þar sem Grímsvötn eru ein virkasta eldstöð landsins eru jafnvel búist við að hlaupið nú sé undanfari goss eins og raunin varð árið 2004.

Vitað er til þess að gosið hafi 110 sinnum í Grímsvötnum, þar af 13 sinnum síðan 1902.

Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×