Innlent

Fóstureyðingum fjölgaði lítillega

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Metár var í fæðingum í fyrra. Mynd/ afp.
Metár var í fæðingum í fyrra. Mynd/ afp.
Alls var 971 fóstureyðing gerð hjá konum með lögheimili á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu. Þetta eru heldur fleiri aðgerðir en undanfarin ár.

Meðalfjöldi fóstureyðinga undanfarinn áratug hefur verið um 930 en þær voru fæstar árið 2005, eða 868, og flestar árið 2000, en þá voru þær 987. Á hinn bóginn var metár í fæðingum í fyrra og sé litið til fjölda fóstureyðinga miðað við hverjar 1.000 fæðingar má merkja svolitla fækkun

Fóstureyðngum í yngstu aldurshópunum hefur farið heldur fækkandi undanfarin ár. Í fyrra gengust 140 stúlkur, 19 ára og yngri, undir fóstureyðingu á landinu. Þær hafa ekki verið færri í þessum aldurshópi síðan árið 1991.

Á hinn bóginn hefur fóstureyðngum meðal kvenna, fjörtíu ára og eldri, fjölgað undanfarin tvö ár. Tæplega 7% fóstureyðinga sem framkvæmdar voru í fyrra voru hjá konum í þessum aldurshópi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×