Erlent

Þrír Al Kaida liðar handteknir í Noregi

Óli Tynes skrifar
New York 11. september.
New York 11. september. Mynd/AP

Þrír liðsmenn Al Kaida voru handteknir í Noregi í morgun. Þeir eru sagðir hafa verið að undirbúa skæðustu hryðjuverkaárásir síðan árásin var gerð á Bandaríkin árið 2001.

Norska leyniþjónustan og sú bandaríska eru sagðar hafa fylgst með mönnunum í rúmt ár.

Tveir mannanna voru handteknir í Osló en sá þriðji einhversstaðar annarsstaðar í landinu.

Litlar aðrar upplýsingar hafa verið gefnar um þetta ennþá en það er til marks um alvarleika málsins að bæði forsætisráðherra Noregs og dómsmálaráðherra munu halda blaðamannafund eftir hádegi í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×