Erlent

19 almennir borgarar féllu í NATO árás

MYND/AP

Að minnsta kosti 19 almennir borgarar létust þegar herþotur á vegum NATO gerðu árásir í suðurhluta Afganistans í nótt að því er yfirvöld segja. Talsmenn NATO hafa viðurkennt að hafa gert árás á bílalest skæruliða að því er talið var.

Síðar hafi komið í ljós að konur og börn hafi einnig verið í bílalestinni. Talið er að 27 hafi fallið í árásinni og hefur formleg rannsókn þegar verið hafin á atvikinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×