Erlent

Holyfield færður á lögreglustöð

Mynd/NordicPhotos-GettyImages

Bandaríski hnefaleikakappinn Evander Holyfield var nýverið færður á lögreglustöð í Georgíuríki í Bandaríkjunum eftir að hann lagði hendur á Candi eiginkonu sína. Ástæðan var ágreiningur um fjárframlög hennar til sóknarkirkju þeirra. Hann var í kjölfarið settur í nálgunarbann og má hvorki hitta hana né börn þeirra.

17 ára aldursmunur er á hjónunum en Candi er þriðja eiginkona Evander sem er 47 ára. Við skýrslutöku sagði Candi að hann hefði fyrst beitt sig ofbeldi fyrir sjö árum þegar hún gekk með fyrsta barn þeirra. Dómari fjallar um mál hnefaleikakappans síðar í mánuðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×