Enski boltinn

Buffon enn orðaður við Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Leitin að framtíðarmarkverði Man. Utd er í fullum gangi og enn eina ferðina er Gianluigi Buffon orðaður við félagið. Aðeins er sólarhringur síðan Buffon sagðist ekki vera á leið til félagsins.

Þrátt fyrir það segir Tuttosport í dag að Buffon sé efstur á óskalista Sir Alex Ferguson sem ætli sér að næla í kappann.

Umboðsmaður Buffon er í Manchester þessa dagana en hann er einnig umboðsmaður Nemanja Vidic. Hermt er að umbinn muni einnig ræða málefni Buffon á fundum með forráðamönnum United.

Sagt er í fréttinni að Buffon muni fá 6 milljónir evra í árslaun fari hann til United enda er hann með þau laun hjá Juventus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×