Þorsteinn Siglaugsson :Hvað kosta lopapeysurnar? Þorsteinn Siglaugsson skrifar 13. apríl 2010 06:00 Undanfarið hafa ýmsir, þ.á.m. Fréttablaðið og hagdeild ASÍ, haft uppi stór orð um kostnað þjóðarinnar af því að ekki hafi verið gengið strax að kröfum viðsemjenda í Icesave-deilunni og af því að ríkið hafi ekki lagt stórfé úr vasa skattgreiðenda í ýmiss konar „atvinnuskapandi framkvæmdir". Útreikningarnir snúast um mismun á landsframleiðslu til mislangrar framtíðar með eða án þeirra greiðslna eða framkvæmda sem talsmennirnir vilja að gangi fram. Mismunurinn er síðan metinn sem tap þjóðarinnar. Það sem reiknimeistararnir gleyma er að grundvallarmunur er á umsvifum og arði. Dragist velta fyrirtækis saman um 10% leiðir það vitanlega ekki af sér tap upp á 10%. Enn fráleitara er að gera ráð fyrir að samdrátturinn leiði af sér 10% tap árlega um alla framtíð líkt og sumir hafa haldið fram: Sé landsframleiðsla keyrð upp með handafli eitt árið verður hún minni sem því munar árið eftir. Landsframleiðsla mælir ekki arðsemi heldur einungis umsvif í hagkerfinu. Því er rangt að telja breytingar á landsframleiðslu til hagnaðar eða taps. Stundum eru umsvif mikil en arðsemi engin. Þá mælist aukning í landsframleiðslu, en hún er innistæðulaus vegna þess að fjárfestingarnar sem byggt er á eru óarðbærar. Þetta á gjarna við um verkefni sem grundvallast á að misnota fé skattgreiðenda að þeim forspurðum líkt og þau sem hagdeild ASÍ og Fréttablaðinu virðist nú mest umhugað um að koma á koppinn. En stundum breytist líka landsframleiðsla vegna breyttra lífshátta. Þegar húsmæður hætta t.d. að elda mat og prjóna eykst landsframleiðsla vegna þess að peningaleg viðskipti í hagkerfinu aukast. Þegar prjónaskapur og heimamatseld eykst hins vegar, eins og gerðist eftir hrun, dregur það úr landsframleiðslu. Kannski Fréttablaðið og ASÍ geri okkur grein fyrir stórfelldum kostnaði þjóðarinnar af öllum óprjónuðum lopapeysum og ósoðnu slátri framtíðarinnar? Mergur málsins er að landsframleiðsla er mælikvarði á umsvif í hagkerfinu og þróun þeirra og breytingar á henni geta átt sér ýmsar orsakir. Því fer fjarri að beint samhengi sé milli landsframleiðslu og arðsemi í hagkerfinu. Þess vegna er fráleitt að nota breytingar á landsframleiðslu sem mælikvarða á kostnað eða ávinning af pólitískum ákvörðunum. Slíkt gerir enginn alvöru fræðimaður og enginn fjölmiðill sem vill láta taka sig alvarlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa ýmsir, þ.á.m. Fréttablaðið og hagdeild ASÍ, haft uppi stór orð um kostnað þjóðarinnar af því að ekki hafi verið gengið strax að kröfum viðsemjenda í Icesave-deilunni og af því að ríkið hafi ekki lagt stórfé úr vasa skattgreiðenda í ýmiss konar „atvinnuskapandi framkvæmdir". Útreikningarnir snúast um mismun á landsframleiðslu til mislangrar framtíðar með eða án þeirra greiðslna eða framkvæmda sem talsmennirnir vilja að gangi fram. Mismunurinn er síðan metinn sem tap þjóðarinnar. Það sem reiknimeistararnir gleyma er að grundvallarmunur er á umsvifum og arði. Dragist velta fyrirtækis saman um 10% leiðir það vitanlega ekki af sér tap upp á 10%. Enn fráleitara er að gera ráð fyrir að samdrátturinn leiði af sér 10% tap árlega um alla framtíð líkt og sumir hafa haldið fram: Sé landsframleiðsla keyrð upp með handafli eitt árið verður hún minni sem því munar árið eftir. Landsframleiðsla mælir ekki arðsemi heldur einungis umsvif í hagkerfinu. Því er rangt að telja breytingar á landsframleiðslu til hagnaðar eða taps. Stundum eru umsvif mikil en arðsemi engin. Þá mælist aukning í landsframleiðslu, en hún er innistæðulaus vegna þess að fjárfestingarnar sem byggt er á eru óarðbærar. Þetta á gjarna við um verkefni sem grundvallast á að misnota fé skattgreiðenda að þeim forspurðum líkt og þau sem hagdeild ASÍ og Fréttablaðinu virðist nú mest umhugað um að koma á koppinn. En stundum breytist líka landsframleiðsla vegna breyttra lífshátta. Þegar húsmæður hætta t.d. að elda mat og prjóna eykst landsframleiðsla vegna þess að peningaleg viðskipti í hagkerfinu aukast. Þegar prjónaskapur og heimamatseld eykst hins vegar, eins og gerðist eftir hrun, dregur það úr landsframleiðslu. Kannski Fréttablaðið og ASÍ geri okkur grein fyrir stórfelldum kostnaði þjóðarinnar af öllum óprjónuðum lopapeysum og ósoðnu slátri framtíðarinnar? Mergur málsins er að landsframleiðsla er mælikvarði á umsvif í hagkerfinu og þróun þeirra og breytingar á henni geta átt sér ýmsar orsakir. Því fer fjarri að beint samhengi sé milli landsframleiðslu og arðsemi í hagkerfinu. Þess vegna er fráleitt að nota breytingar á landsframleiðslu sem mælikvarða á kostnað eða ávinning af pólitískum ákvörðunum. Slíkt gerir enginn alvöru fræðimaður og enginn fjölmiðill sem vill láta taka sig alvarlega.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar