Ríkisútvarp á krossgötum 29. janúar 2010 06:00 Pétur Gunnarsson skrifar um Ríkisútvarpið Um þessar mundir eru 80 ár síðan Ríkisútvarpið hóf að senda út dagskrá til allra landsmanna. Í fyrstunni var það eins og hver annar gestur, kærkominn, en utan við „alvöru lífsins“. Dagskráin að deginum var mestan part veðurfregnir og síðan kvölddagskrá sem samanstóð af hljómplötuspili, erindi og/eða upplestri. Við vitum hvernig fór: útvarpið tók yfir samfélagið, gesturinn tók sæti húsbóndans. Og líku gegndi með sjónvarpið sem hóf göngu sína fyrir 44 árum. Í fyrstunni rétt tyllti það niður annarri rasskinninni eins og hæverskur gestkomandi og lagði fátt til mála utan almennar athugasemdir um veðrið og gamanmál. En tók síðan yfir samfélagið allt. Það skal hafa verið kostnaðarauki að fara úr hinum ríkjandi miðli: ritmálinu yfir í útvarp með öllum þeim tækjabúnaði sem til þurfti vítt um land og mannskap til að halda úti dagskrá árið um kring. Með sjónvarpi verður kostnaðurinn svo himinhár að íslensk stjórnvöld leiddu hann hjá sér, horfðust aldrei í augu við hann, námunduðu aldrei að greiða hann og kusu að líta á sjónvarpið sem einberan afþreyingarmiðil. Sem það óvart ekki var, það var Miðillinn. Þetta er svona álíka og ef íslensk stjórnvöld hefðu ekki treyst sér til að koma hér á skólakerfi en reitt sig á að börnin fengju nauðsynlega fræðslu með því að lesa utan á mjólkurfernur og kornflexpakka. Afleiðingarnar eru hrikalegar, rúmlega einni kynslóð síðar eru Íslendingar ekki aðeins á góðri leið með að flosna upp frá eigin menningu, þeir hafa flosnað upp frá veruleika eigin lífs og svífa um í tómarúmi innan um aðþrengdar eiginkonur í bandarískum úthverfum og öfugsnúin morð í breskum smábæjum og úrslitum í öllum keppnisgreinum karla og kvenna hérlendis sem erlendis. Vita aftur á móti varla hvað snýr upp né niður í eigin tilveru. Þessa sér ekki einasta stað í umgengni þeirra hverjir við aðra og umhverfi sitt, þær yfirstandandi ógöngur sem við höfum ratað í má hreint og beint rekja til þess hve illa upplýst við erum um það samfélag sem við lifum og hrærumst í. Því fullburða sjónvarp er jafn mikilvægt á hraðferð nútímasamfélags og siglingatæki í flugvél. Án þess vitum við ekki hvar við erum stödd né hvert stefnir. Það er því býsna hart undir tönn að á þessum örlagatímum skuli RÚV ætla að rifa seglin og bakka enn frekar út úr þjóðlífsmyndinni. Við gerum engar kröfur til Stöðvar 2, Skjás eins eða Omega og ekki heldur til Ingva Hrafns. En við hljótum að gera þá kröfu til sjónvarps/útvarps allra landsmanna að það lifi og hrærist í því samfélagi sem það á að þjóna. Sú breyting sem varð á stofnuninni við hlutafélagavæðinguna virðist síður en svo hafa orðið til batnaðar. Án þess að nokkur maður sakni þess flokkspólitíska útvarpsráðs sem var við lýði í gamla fyrirkomulaginu, vaknar spurningin um aðhald og eftirfylgni innan stofnunarinnar. Ef hún sinnir ekki því hlutverki sem hún er lögskyld til að gegna, hver gengur þá eftir efndum? RÚV er á krossgötum af því við erum á krossgötum. Aðstæður knýja okkur til að gera upp á milli hins nauðsynlega og ónauðsynlega. Vel mætti hugsa sér að dagskrá sjónvarps tæki breytingum, minnkaði að magni en ykist að gæðum. Það er sama hvaða upphæð er nefnd í því skyni, hún skreppur saman hjá þeim milljörðum sem daglega berst vitneskja um að hafi farið í súginn – á kostnað almennings. Meðal annars af því við áttum ekki fjölmiðil sem gat staðsett okkur og upplýst. Það er vissulega dýrt að vera fátækur, en það kostar morðfjár að vera án fullburða útvarps/sjónvarps. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Pétur Gunnarsson skrifar um Ríkisútvarpið Um þessar mundir eru 80 ár síðan Ríkisútvarpið hóf að senda út dagskrá til allra landsmanna. Í fyrstunni var það eins og hver annar gestur, kærkominn, en utan við „alvöru lífsins“. Dagskráin að deginum var mestan part veðurfregnir og síðan kvölddagskrá sem samanstóð af hljómplötuspili, erindi og/eða upplestri. Við vitum hvernig fór: útvarpið tók yfir samfélagið, gesturinn tók sæti húsbóndans. Og líku gegndi með sjónvarpið sem hóf göngu sína fyrir 44 árum. Í fyrstunni rétt tyllti það niður annarri rasskinninni eins og hæverskur gestkomandi og lagði fátt til mála utan almennar athugasemdir um veðrið og gamanmál. En tók síðan yfir samfélagið allt. Það skal hafa verið kostnaðarauki að fara úr hinum ríkjandi miðli: ritmálinu yfir í útvarp með öllum þeim tækjabúnaði sem til þurfti vítt um land og mannskap til að halda úti dagskrá árið um kring. Með sjónvarpi verður kostnaðurinn svo himinhár að íslensk stjórnvöld leiddu hann hjá sér, horfðust aldrei í augu við hann, námunduðu aldrei að greiða hann og kusu að líta á sjónvarpið sem einberan afþreyingarmiðil. Sem það óvart ekki var, það var Miðillinn. Þetta er svona álíka og ef íslensk stjórnvöld hefðu ekki treyst sér til að koma hér á skólakerfi en reitt sig á að börnin fengju nauðsynlega fræðslu með því að lesa utan á mjólkurfernur og kornflexpakka. Afleiðingarnar eru hrikalegar, rúmlega einni kynslóð síðar eru Íslendingar ekki aðeins á góðri leið með að flosna upp frá eigin menningu, þeir hafa flosnað upp frá veruleika eigin lífs og svífa um í tómarúmi innan um aðþrengdar eiginkonur í bandarískum úthverfum og öfugsnúin morð í breskum smábæjum og úrslitum í öllum keppnisgreinum karla og kvenna hérlendis sem erlendis. Vita aftur á móti varla hvað snýr upp né niður í eigin tilveru. Þessa sér ekki einasta stað í umgengni þeirra hverjir við aðra og umhverfi sitt, þær yfirstandandi ógöngur sem við höfum ratað í má hreint og beint rekja til þess hve illa upplýst við erum um það samfélag sem við lifum og hrærumst í. Því fullburða sjónvarp er jafn mikilvægt á hraðferð nútímasamfélags og siglingatæki í flugvél. Án þess vitum við ekki hvar við erum stödd né hvert stefnir. Það er því býsna hart undir tönn að á þessum örlagatímum skuli RÚV ætla að rifa seglin og bakka enn frekar út úr þjóðlífsmyndinni. Við gerum engar kröfur til Stöðvar 2, Skjás eins eða Omega og ekki heldur til Ingva Hrafns. En við hljótum að gera þá kröfu til sjónvarps/útvarps allra landsmanna að það lifi og hrærist í því samfélagi sem það á að þjóna. Sú breyting sem varð á stofnuninni við hlutafélagavæðinguna virðist síður en svo hafa orðið til batnaðar. Án þess að nokkur maður sakni þess flokkspólitíska útvarpsráðs sem var við lýði í gamla fyrirkomulaginu, vaknar spurningin um aðhald og eftirfylgni innan stofnunarinnar. Ef hún sinnir ekki því hlutverki sem hún er lögskyld til að gegna, hver gengur þá eftir efndum? RÚV er á krossgötum af því við erum á krossgötum. Aðstæður knýja okkur til að gera upp á milli hins nauðsynlega og ónauðsynlega. Vel mætti hugsa sér að dagskrá sjónvarps tæki breytingum, minnkaði að magni en ykist að gæðum. Það er sama hvaða upphæð er nefnd í því skyni, hún skreppur saman hjá þeim milljörðum sem daglega berst vitneskja um að hafi farið í súginn – á kostnað almennings. Meðal annars af því við áttum ekki fjölmiðil sem gat staðsett okkur og upplýst. Það er vissulega dýrt að vera fátækur, en það kostar morðfjár að vera án fullburða útvarps/sjónvarps. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar