Síðbúnu réttlæti fagnað í Argentínu 24. desember 2010 08:00 Fagna réttlæti Mæðurnar á Mayo-torgi lýstu ánægju sinni með niðurstöðu dómstólsins, þótt síðbúin sé. nordicphotos/AFP Jorge Videla, leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Argentínu árin 1976-81, var í gær dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir pyntingar og morð á 31 fanga, sem flestir voru á sínum tíma sagðir hafa verið „skotnir á flótta“ fyrstu mánuðina eftir byltingu herforingjanna. Ættingjar og ástvinir fanganna myrtu fögnuðu ákaft niðurstöðu dómsins. „Réttlætið er það eina sem við eigum eftir í lífinu,“ segir Nair Amuedo, ein mæðranna frá Plaza de Mayo, samtökum mæðra sem barist hafa áratugum saman fyrir því að herforingjarnir yrðu látnir gjalda fyrir verk sín. „Að minnsta kosti eru þessir morðingjar fordæmdir fyrir það sem þeir eru,“ segir hún. Videla var leiðtogi herforingjabyltingarinnar árið 1976. Hann stjórnaði síðan glæpaverkum herforingjastjórnarinnar næstu fimm árin og er talinn helsti forsprakki „óhreina stríðsins“, sem fólst í því að þúsundir manna voru „látnar hverfa“. Herinn beindi þar spjótum sínum að vopnuðum skæruliðum, sem börðust gegn herforingjastjórninni, og öllum sem sýndu málstað uppreisnarmanna minnsta skilning. Líklegt þykir að flestir þeirra sem „hurfu“ hafi verið teknir af lífi. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að Videla hefði borið ábyrgð á dauða fanganna, sem voru fluttir úr venjulegu fangelsi yfir í annað húsnæði þar sem þeir voru pyntaðir hvað eftir annað áður en þeir voru drepnir. Við réttarhöldin sýndi Videla enga iðrun, heldur sagði að almenningur í Argentínu hefði á sínum tíma krafist þess að stjórn herforingjanna léti til skarar skríða gegn skæruliðunum til að koma í veg fyrir að marxistar næðu völdum með stjórnarbyltingu. Hann kvartaði einnig undan því að „hryðjuverkamenn“ væru nú við völd í landinu. Videla hefur áður hlotið ævilangt fangelsi fyrir brot gegn mannkyninu. Þá fékk hann að afplána dóminn í þægilegu húsnæði og slapp út eftir fimm ár þegar Carlos Menem, þáverandi forseti, náðaði hann og aðra leiðtoga herforingjastjórnarinnar. Í þetta skiptið þarf Videla að sitja í venjulegu fangelsi innan um aðra glæpamenn. Hann á auk þess fleiri réttarhöld í vændum, því enn bíða hans meira en tíu dómsmál vegna glæpa herforingjastjórnarinnar. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Jorge Videla, leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Argentínu árin 1976-81, var í gær dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir pyntingar og morð á 31 fanga, sem flestir voru á sínum tíma sagðir hafa verið „skotnir á flótta“ fyrstu mánuðina eftir byltingu herforingjanna. Ættingjar og ástvinir fanganna myrtu fögnuðu ákaft niðurstöðu dómsins. „Réttlætið er það eina sem við eigum eftir í lífinu,“ segir Nair Amuedo, ein mæðranna frá Plaza de Mayo, samtökum mæðra sem barist hafa áratugum saman fyrir því að herforingjarnir yrðu látnir gjalda fyrir verk sín. „Að minnsta kosti eru þessir morðingjar fordæmdir fyrir það sem þeir eru,“ segir hún. Videla var leiðtogi herforingjabyltingarinnar árið 1976. Hann stjórnaði síðan glæpaverkum herforingjastjórnarinnar næstu fimm árin og er talinn helsti forsprakki „óhreina stríðsins“, sem fólst í því að þúsundir manna voru „látnar hverfa“. Herinn beindi þar spjótum sínum að vopnuðum skæruliðum, sem börðust gegn herforingjastjórninni, og öllum sem sýndu málstað uppreisnarmanna minnsta skilning. Líklegt þykir að flestir þeirra sem „hurfu“ hafi verið teknir af lífi. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að Videla hefði borið ábyrgð á dauða fanganna, sem voru fluttir úr venjulegu fangelsi yfir í annað húsnæði þar sem þeir voru pyntaðir hvað eftir annað áður en þeir voru drepnir. Við réttarhöldin sýndi Videla enga iðrun, heldur sagði að almenningur í Argentínu hefði á sínum tíma krafist þess að stjórn herforingjanna léti til skarar skríða gegn skæruliðunum til að koma í veg fyrir að marxistar næðu völdum með stjórnarbyltingu. Hann kvartaði einnig undan því að „hryðjuverkamenn“ væru nú við völd í landinu. Videla hefur áður hlotið ævilangt fangelsi fyrir brot gegn mannkyninu. Þá fékk hann að afplána dóminn í þægilegu húsnæði og slapp út eftir fimm ár þegar Carlos Menem, þáverandi forseti, náðaði hann og aðra leiðtoga herforingjastjórnarinnar. Í þetta skiptið þarf Videla að sitja í venjulegu fangelsi innan um aðra glæpamenn. Hann á auk þess fleiri réttarhöld í vændum, því enn bíða hans meira en tíu dómsmál vegna glæpa herforingjastjórnarinnar. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira