Síðbúnu réttlæti fagnað í Argentínu 24. desember 2010 08:00 Fagna réttlæti Mæðurnar á Mayo-torgi lýstu ánægju sinni með niðurstöðu dómstólsins, þótt síðbúin sé. nordicphotos/AFP Jorge Videla, leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Argentínu árin 1976-81, var í gær dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir pyntingar og morð á 31 fanga, sem flestir voru á sínum tíma sagðir hafa verið „skotnir á flótta“ fyrstu mánuðina eftir byltingu herforingjanna. Ættingjar og ástvinir fanganna myrtu fögnuðu ákaft niðurstöðu dómsins. „Réttlætið er það eina sem við eigum eftir í lífinu,“ segir Nair Amuedo, ein mæðranna frá Plaza de Mayo, samtökum mæðra sem barist hafa áratugum saman fyrir því að herforingjarnir yrðu látnir gjalda fyrir verk sín. „Að minnsta kosti eru þessir morðingjar fordæmdir fyrir það sem þeir eru,“ segir hún. Videla var leiðtogi herforingjabyltingarinnar árið 1976. Hann stjórnaði síðan glæpaverkum herforingjastjórnarinnar næstu fimm árin og er talinn helsti forsprakki „óhreina stríðsins“, sem fólst í því að þúsundir manna voru „látnar hverfa“. Herinn beindi þar spjótum sínum að vopnuðum skæruliðum, sem börðust gegn herforingjastjórninni, og öllum sem sýndu málstað uppreisnarmanna minnsta skilning. Líklegt þykir að flestir þeirra sem „hurfu“ hafi verið teknir af lífi. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að Videla hefði borið ábyrgð á dauða fanganna, sem voru fluttir úr venjulegu fangelsi yfir í annað húsnæði þar sem þeir voru pyntaðir hvað eftir annað áður en þeir voru drepnir. Við réttarhöldin sýndi Videla enga iðrun, heldur sagði að almenningur í Argentínu hefði á sínum tíma krafist þess að stjórn herforingjanna léti til skarar skríða gegn skæruliðunum til að koma í veg fyrir að marxistar næðu völdum með stjórnarbyltingu. Hann kvartaði einnig undan því að „hryðjuverkamenn“ væru nú við völd í landinu. Videla hefur áður hlotið ævilangt fangelsi fyrir brot gegn mannkyninu. Þá fékk hann að afplána dóminn í þægilegu húsnæði og slapp út eftir fimm ár þegar Carlos Menem, þáverandi forseti, náðaði hann og aðra leiðtoga herforingjastjórnarinnar. Í þetta skiptið þarf Videla að sitja í venjulegu fangelsi innan um aðra glæpamenn. Hann á auk þess fleiri réttarhöld í vændum, því enn bíða hans meira en tíu dómsmál vegna glæpa herforingjastjórnarinnar. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Jorge Videla, leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Argentínu árin 1976-81, var í gær dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir pyntingar og morð á 31 fanga, sem flestir voru á sínum tíma sagðir hafa verið „skotnir á flótta“ fyrstu mánuðina eftir byltingu herforingjanna. Ættingjar og ástvinir fanganna myrtu fögnuðu ákaft niðurstöðu dómsins. „Réttlætið er það eina sem við eigum eftir í lífinu,“ segir Nair Amuedo, ein mæðranna frá Plaza de Mayo, samtökum mæðra sem barist hafa áratugum saman fyrir því að herforingjarnir yrðu látnir gjalda fyrir verk sín. „Að minnsta kosti eru þessir morðingjar fordæmdir fyrir það sem þeir eru,“ segir hún. Videla var leiðtogi herforingjabyltingarinnar árið 1976. Hann stjórnaði síðan glæpaverkum herforingjastjórnarinnar næstu fimm árin og er talinn helsti forsprakki „óhreina stríðsins“, sem fólst í því að þúsundir manna voru „látnar hverfa“. Herinn beindi þar spjótum sínum að vopnuðum skæruliðum, sem börðust gegn herforingjastjórninni, og öllum sem sýndu málstað uppreisnarmanna minnsta skilning. Líklegt þykir að flestir þeirra sem „hurfu“ hafi verið teknir af lífi. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að Videla hefði borið ábyrgð á dauða fanganna, sem voru fluttir úr venjulegu fangelsi yfir í annað húsnæði þar sem þeir voru pyntaðir hvað eftir annað áður en þeir voru drepnir. Við réttarhöldin sýndi Videla enga iðrun, heldur sagði að almenningur í Argentínu hefði á sínum tíma krafist þess að stjórn herforingjanna léti til skarar skríða gegn skæruliðunum til að koma í veg fyrir að marxistar næðu völdum með stjórnarbyltingu. Hann kvartaði einnig undan því að „hryðjuverkamenn“ væru nú við völd í landinu. Videla hefur áður hlotið ævilangt fangelsi fyrir brot gegn mannkyninu. Þá fékk hann að afplána dóminn í þægilegu húsnæði og slapp út eftir fimm ár þegar Carlos Menem, þáverandi forseti, náðaði hann og aðra leiðtoga herforingjastjórnarinnar. Í þetta skiptið þarf Videla að sitja í venjulegu fangelsi innan um aðra glæpamenn. Hann á auk þess fleiri réttarhöld í vændum, því enn bíða hans meira en tíu dómsmál vegna glæpa herforingjastjórnarinnar. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira