Kaymer vann eftir umspil og ótrúlega dramatík Hjalti Þór Hreinsson skrifar 16. ágúst 2010 09:00 Kaymer. GettyImages Þjóðverjinn Martin Kaymer vann frábæran sigur eftir dramatískan lokadag á PGA meistaramótinu í golfi í gær. Hann vann eftir umspil við Bubba Watson. Allt útlit var reyndar fyrir að þrír kylfingar færu í umspilið, tvímenningarnir ásamt Dustin Johnson. En eftir ótrúlega lokaholu var honum vísað frá keppni. Hann sló út fyrir brautina og inn í áhorfendaskara. Þar lá boltinn á sandkenndu svæði. Það svæði skilgreina mótshaldarar sem glompu en Johnson fór ekki að settum reglum samkvæmt þeirri undarlegu skilgreiningu. Hann sló í hörðina áður en hann sló í boltann sem er bannað og fékk tvö högg í víti fyrir. Hann komst þar af leiðandi ekki í umspilið. Óskiljanlegt er að áhorfendur hafi fengið að standa á svæði sem er skilgreint sem glompa en Johnson hafði ekki hugmynd um skilgreininguna eins og gefur að skila. En dramatíkinni á mótinu var ekki lokið. Watson byrjaði betur og fékk fugl á fyrstu holu umspilsins á meðan Kaymer fékk par. Á þerri næstu snerist dæmið við og þeir voru jafnir fyrir lokaholuna. Þar slóu þeir báðir út fyrir brautina, í þykkan karga hægra megin. Watson sló fyrst og tók mikla áhættu, hann ætlaði inn á í tveimur. Höggið var lélegt og það fór í vatn. Kaymer sló stutt og lagði upp og sló svo um tíu metra frá holunni. Á meðan tók Watson víti og sló svo yfir flötina. Hann þurfti að setja í úr glompu til að eiga einhverja möguleika og var nálægt því, boltinn fór í stöngina og hefði líklega farið ofan í ef stöngina hefði ekki verið í. Kaymar tvípúttaði og tryggði sér sinn fyrsta sigur á stórmóti í golfi. Golf Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Þjóðverjinn Martin Kaymer vann frábæran sigur eftir dramatískan lokadag á PGA meistaramótinu í golfi í gær. Hann vann eftir umspil við Bubba Watson. Allt útlit var reyndar fyrir að þrír kylfingar færu í umspilið, tvímenningarnir ásamt Dustin Johnson. En eftir ótrúlega lokaholu var honum vísað frá keppni. Hann sló út fyrir brautina og inn í áhorfendaskara. Þar lá boltinn á sandkenndu svæði. Það svæði skilgreina mótshaldarar sem glompu en Johnson fór ekki að settum reglum samkvæmt þeirri undarlegu skilgreiningu. Hann sló í hörðina áður en hann sló í boltann sem er bannað og fékk tvö högg í víti fyrir. Hann komst þar af leiðandi ekki í umspilið. Óskiljanlegt er að áhorfendur hafi fengið að standa á svæði sem er skilgreint sem glompa en Johnson hafði ekki hugmynd um skilgreininguna eins og gefur að skila. En dramatíkinni á mótinu var ekki lokið. Watson byrjaði betur og fékk fugl á fyrstu holu umspilsins á meðan Kaymer fékk par. Á þerri næstu snerist dæmið við og þeir voru jafnir fyrir lokaholuna. Þar slóu þeir báðir út fyrir brautina, í þykkan karga hægra megin. Watson sló fyrst og tók mikla áhættu, hann ætlaði inn á í tveimur. Höggið var lélegt og það fór í vatn. Kaymer sló stutt og lagði upp og sló svo um tíu metra frá holunni. Á meðan tók Watson víti og sló svo yfir flötina. Hann þurfti að setja í úr glompu til að eiga einhverja möguleika og var nálægt því, boltinn fór í stöngina og hefði líklega farið ofan í ef stöngina hefði ekki verið í. Kaymar tvípúttaði og tryggði sér sinn fyrsta sigur á stórmóti í golfi.
Golf Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira