Forgangsröðun í menntamálum og nýsköpun 26. október 2010 06:00 Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi má greina breytingar í áherslum stjórnvalda í menntamálum. Eins og fram kom í grein Gunnars Guðna Tómassonar og Sigurðar Magnúsar Garðarssonar í Fréttablaðinu þ. 14.10. sl., og staðfest var í svargrein frá Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra í Fréttablaðinu þ. 16.10., þá eru framlög til námsbrauta á sviði tækni- og raungreina skert um 12,2% sem er mun meiri skerðing en er á framlögum til félagsvísindagreina á borð við viðskiptafræði og lögfræði. Framlög til kennslu hjúkrunarfræði eru aukin. Tækninám og nýsköpunNú þarf ekki að fjölyrða um þörfina á sparnaði hins opinbera eða ástæður þess. Þó er ekki úr vegi að minna á fullyrðingar stjórnvalda um að leiðin fyrir Ísland út úr kreppunni sé nýsköpun, verðmætasköpun þar sem hugvitið er virkjað. Það er almennt viðurkennt að tæknigreinar eru mikilvægar fyrir nýsköpun, og að rannsóknir í tæknigreinum og raunvísindum eru uppspretta hugmynda sem geta orðið að nýjum vörum og verðmætasköpun. Þegar Finnar mörkuðu sér stefnu til að vinna sig út úr kreppunni á síðasta áratug 20. aldar þá lögðu þeir ríka áherslu á kennslu og rannsóknir í hinum skapandi greinum: Listum, hönnun og tækni. Finnar neyddust til að fara í sársaukafullan niðurskurð á ríkisútgjöldum, og skáru jafnframt niður framlög til menntunar, en stóðu meðvitað vörð um tækni og listir. Flaggskip þeirra í dag eru hátæknifyrirtæki á borð við Nokia, og finnsk hönnun er öllum kunn. Stefnumótun menntamálaráðherraKatrín segir í grein sinni að þó vægi námsgreina sé breytt í kostnaðarlíkani ráðuneytisins þá hafi skólarnir frelsi til forgangsröðunar þegar þeir dreifi fjármunum á námsbrautir hjá sér. Menntamálaráðherra getur ekki skorast undan stefnumótandi hlutverki sínu. Með því að breyta kostnaðarmati fyrir námsgreinarnar í líkaninu og sérstakri niðurfærslu fjárveitinga til raunvísinda og tæknigreina í fjárlögum sendir hún skilaboð til háskólanna um að leggja minni áherslu á gæði þessara námsbrauta. Þetta eru skýr skilaboð frá ráðherra til stjórnenda skólanna. Í kjölfarið verður miklu erfiðara fyrir þá sem standa í forsvari fyrir kennslu í tæknigreinum innan skólanna að réttlæta dýr verkleg námskeið, þar sem nemendur fá að spreyta sig. Það er ríkur þáttur í verkfræði og tæknigreinum að þekkingu sem byggir á raunvísindum er beitt á skapandi hátt til að finna lausnir eða þróa tækni og vörur. Niðurstöður úr rannsóknum opna þeim möguleika til nýsköpunar sem hafa þekkingu til að bera kennsl á tækifærin og þjálfun í því að takast á við áskoranir. Þegar draga þarf úr kostnaði við tækninám er auðveldast að skera burtu hinn skapandi hluta, sem er langdýrasti þáttur námsins. Forgangsröðunin í frumvarpinu þýðir að háskólar og deildir í tækni og raunvísindum fá þyngsta höggið og þurfa að draga saman hjá sér umfram aðrar deildir. Samanburður við NorðurlöndÍ grein sinni bendir menntamálaráðherra réttilega á að eftir niðurskurðinn sé framlag til kostnaðarflokks 5 enn tvöfalt framlag til flokks 1. Í því samhengi má nefna að þessi munur er meiri annars staðar á Norðurlöndum, enda almennt viðurkennt að tækninám þurfi og eigi að vera dýrt til að vera fullnægjandi að gæðum. Að auki má nefna að gott tækninám er stutt af rannsóknum og kennt af kennurum sem stunda alþjóðlegar samanburðarhæfar rannsóknir. Þar má benda á samanburð við sænska og danska háskóla á mynd sem sýnir fjármögnun miðað við hvern nemanda í fullu námi í heilt ár - svokallaðan ársnemanda. Á myndinni má sjá að rannsóknaframlag til þessara háskóla er nálægt því að vera jafn hátt og framlagið til kennslu, og samanlagt er framlagið á hvern nemanda tvöfalt til þrefalt á við framlag til íslensku háskólanna HR og HÍ. Sérstaka athygli vekur hve lágt rannsóknaframlagið er til HR, sem er sá íslenskra háskóla sem er hlutfallslega langstærstur í tæknigreinum. Yfirvöld íslenskra menntamála þurfa að taka sig á og endurskoða þau boð sem þau senda frá sér sé þeim nokkur alvara í því að rétta af þjóðarbúið með nýsköpun og uppbyggingu þekkingariðnaðar hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi má greina breytingar í áherslum stjórnvalda í menntamálum. Eins og fram kom í grein Gunnars Guðna Tómassonar og Sigurðar Magnúsar Garðarssonar í Fréttablaðinu þ. 14.10. sl., og staðfest var í svargrein frá Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra í Fréttablaðinu þ. 16.10., þá eru framlög til námsbrauta á sviði tækni- og raungreina skert um 12,2% sem er mun meiri skerðing en er á framlögum til félagsvísindagreina á borð við viðskiptafræði og lögfræði. Framlög til kennslu hjúkrunarfræði eru aukin. Tækninám og nýsköpunNú þarf ekki að fjölyrða um þörfina á sparnaði hins opinbera eða ástæður þess. Þó er ekki úr vegi að minna á fullyrðingar stjórnvalda um að leiðin fyrir Ísland út úr kreppunni sé nýsköpun, verðmætasköpun þar sem hugvitið er virkjað. Það er almennt viðurkennt að tæknigreinar eru mikilvægar fyrir nýsköpun, og að rannsóknir í tæknigreinum og raunvísindum eru uppspretta hugmynda sem geta orðið að nýjum vörum og verðmætasköpun. Þegar Finnar mörkuðu sér stefnu til að vinna sig út úr kreppunni á síðasta áratug 20. aldar þá lögðu þeir ríka áherslu á kennslu og rannsóknir í hinum skapandi greinum: Listum, hönnun og tækni. Finnar neyddust til að fara í sársaukafullan niðurskurð á ríkisútgjöldum, og skáru jafnframt niður framlög til menntunar, en stóðu meðvitað vörð um tækni og listir. Flaggskip þeirra í dag eru hátæknifyrirtæki á borð við Nokia, og finnsk hönnun er öllum kunn. Stefnumótun menntamálaráðherraKatrín segir í grein sinni að þó vægi námsgreina sé breytt í kostnaðarlíkani ráðuneytisins þá hafi skólarnir frelsi til forgangsröðunar þegar þeir dreifi fjármunum á námsbrautir hjá sér. Menntamálaráðherra getur ekki skorast undan stefnumótandi hlutverki sínu. Með því að breyta kostnaðarmati fyrir námsgreinarnar í líkaninu og sérstakri niðurfærslu fjárveitinga til raunvísinda og tæknigreina í fjárlögum sendir hún skilaboð til háskólanna um að leggja minni áherslu á gæði þessara námsbrauta. Þetta eru skýr skilaboð frá ráðherra til stjórnenda skólanna. Í kjölfarið verður miklu erfiðara fyrir þá sem standa í forsvari fyrir kennslu í tæknigreinum innan skólanna að réttlæta dýr verkleg námskeið, þar sem nemendur fá að spreyta sig. Það er ríkur þáttur í verkfræði og tæknigreinum að þekkingu sem byggir á raunvísindum er beitt á skapandi hátt til að finna lausnir eða þróa tækni og vörur. Niðurstöður úr rannsóknum opna þeim möguleika til nýsköpunar sem hafa þekkingu til að bera kennsl á tækifærin og þjálfun í því að takast á við áskoranir. Þegar draga þarf úr kostnaði við tækninám er auðveldast að skera burtu hinn skapandi hluta, sem er langdýrasti þáttur námsins. Forgangsröðunin í frumvarpinu þýðir að háskólar og deildir í tækni og raunvísindum fá þyngsta höggið og þurfa að draga saman hjá sér umfram aðrar deildir. Samanburður við NorðurlöndÍ grein sinni bendir menntamálaráðherra réttilega á að eftir niðurskurðinn sé framlag til kostnaðarflokks 5 enn tvöfalt framlag til flokks 1. Í því samhengi má nefna að þessi munur er meiri annars staðar á Norðurlöndum, enda almennt viðurkennt að tækninám þurfi og eigi að vera dýrt til að vera fullnægjandi að gæðum. Að auki má nefna að gott tækninám er stutt af rannsóknum og kennt af kennurum sem stunda alþjóðlegar samanburðarhæfar rannsóknir. Þar má benda á samanburð við sænska og danska háskóla á mynd sem sýnir fjármögnun miðað við hvern nemanda í fullu námi í heilt ár - svokallaðan ársnemanda. Á myndinni má sjá að rannsóknaframlag til þessara háskóla er nálægt því að vera jafn hátt og framlagið til kennslu, og samanlagt er framlagið á hvern nemanda tvöfalt til þrefalt á við framlag til íslensku háskólanna HR og HÍ. Sérstaka athygli vekur hve lágt rannsóknaframlagið er til HR, sem er sá íslenskra háskóla sem er hlutfallslega langstærstur í tæknigreinum. Yfirvöld íslenskra menntamála þurfa að taka sig á og endurskoða þau boð sem þau senda frá sér sé þeim nokkur alvara í því að rétta af þjóðarbúið með nýsköpun og uppbyggingu þekkingariðnaðar hér á landi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun