Viðskipti innlent

Sniðganga flest olíufélög í viku

Dýr dropi Samstaða ætlar að knýja fram verðlækkun.fréttablaðið/GVA
Dýr dropi Samstaða ætlar að knýja fram verðlækkun.fréttablaðið/GVA
Félagið Samstaða ætlar í dag að draga nafn eins olíufélags úr potti og sniðganga síðan öll önnur olíufélög í eina viku.

Félagið, sem er stofnað af bæði atvinnubílstjórum og almennum bifreiðaeigendum, kynnti aðgerðir sínar fyrir viku. Tilgangur aðgerðanna er að knýja fram lækkun eldsneytisverðs.

„Tilviljun ein mun ráða hvaða félag verður fyrir valinu,“ segir á heimasíðu félagsins. Í fréttatilkynningu frá félaginu í gær segir að yfir þúsund manns hafi þegar ákveðið að taka þátt í aðgerðunum.- gb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×