Erlent

Hættulegasta borg í heimi

Óli Tynes skrifar

Borgin Ciudad Juares í Mexíkó er gjarnan kölluð hættulegasta borg heims. Og stendur vel undir því. Það sem af er þessu ári hafa verið framin þar yfir þrjúþúsund morð. Íbúafjöldinn er um 1,3 millónir og borgin er á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkós.

Yfirgnæfandi meirihluti morðanna tengjast baráttu eiturlyfjabaróna, bæði við yfirvöld og innbyrðis. Meðal hinna myrtu eru 140 lögregluþjónar. En morð vegna eiturlyfja eru ekki bara vandamál í Ciudad Juares. Síðan Felipe Calderon forseti skar upp herör gegn barónonum árið 2006 hafa yfir 28 þúsund manns fallið í valinn í landinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×