Erlent

Forsætisráðherra Tyrkja í heimsókn til Aþenu

MYND/AP
Forsætisráðherra Tyrklands Recep Tayyip Ergodan ætlar í heimsókn til Aþenu í Grikklandi á morgun en markmið heimsóknarinnar er að styðja Grikki í efnahagsvandræðum þeirra og bæta samskipti ríkjanna.

Tyrkir og Grikkir hafa eldað grátt silfur í fjöldamörg ár og því þykir heimsóknin merkileg. Á síðustu þremur áratugum hefur þrisvar sinnum legið við stríði á milli landanna og þau hafa í áratugi tekist á um eyjuna Kýpur sem Tyrkir hernámu að hluta árið 1974. Stór hluti af vandamáli Grikkja er raunar vígbúnaðarkapphlaupið sem þjóðirnar tvær hafa staðið í síðustu ár.

Nú er hinsvegar komið annað hljóð í strokkinn og Ergodan segir að Tyrkir, sem sjálfir þurftu að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir átta árum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×