Innlent

Horft í hverja krónu við stofnunina

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra opnaði Klett í gær. Hún bragðar hér á framleiðslunni. Fréttablaðið/Vilhelm
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra opnaði Klett í gær. Hún bragðar hér á framleiðslunni. Fréttablaðið/Vilhelm
Gosverksmiðjan Klettur, við Köllunarklettsveg í Reykjavík, var formlega opnuð í gær. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra opnaði verksmiðjuna.

„Stofnendur leituðu í smiðju íslenskra hönnuða, hugvitsmanna og ýmissa sérfræðinga sem allir lögðu sitt af mörkum til að taka þátt í mótun íslensks fyrirtækis,“ segir í tilkynningu, en saga verksmiðjunnar er rakin til ársins 2009, þegar hópur fólks, nýfluttur aftur heim til Íslands, leitaði leiða til að leggja sitt af mörkum við atvinnuuppbyggingu. „Alls hafa um og yfir 100 manns komið að uppbyggingu verksmiðjunnar á einn eða annan máta,“ segir í tilkynningu, en 25 eru sagðir eiga Klett, þeirra á meðal helstu starfsmenn, ásamt vinum og fjölskyldum. „Í þeim hóp er enginn fagfjárfestir og enginn þekktur fjárfestir.“ Áréttað er að forðast hafi verið að taka lán.

Framleiðsla Kletts er eingöngu ætluð á markað hér. „Mundi hannaði miðann á flöskuna sem skartar myndum af Íslendingum og texta úr íslenskum dægurlögum og bókmenntum. Tvær línur drykkjartegunda, Kletta GOS og Kletta VATN, með ýmsum bragðtegundum hafa þegar litið dagsins ljós. Á næstu mánuðum munu svo fljótlega bætast við fleiri vörutegundir.“ - óká



Fleiri fréttir

Sjá meira


×