Erlent

11 látnir í blóðugum kosningum í Afganistan

Hermaður færir slasað barn undir læknishendur eftir sprengjuárás.
Hermaður færir slasað barn undir læknishendur eftir sprengjuárás.

Minnsta kosti ellefu hafa látið lífið og tugir manna eru særðir eftir sprengjuárásir Talíbana gagnvart afgönskum kjósendum í Afganistan.

Á fjórðu milljón hafa þegar kosið og því óhætt að segja að Afganar hafi ekki látið hræða sig þegar Talíbanar hótuðu að sprengja fólk upp mætti það á kjörstaði.

Langflestir kjörstaðir eru opnir en búist er við að um 6 milljónir Afganar muni kjósa áður en kjörstöðum verði lokað.

Það er á pari við það sem gerðist á síðasta ári þegar Hamid Karzai var endurkjörinn. Alls eru 17 milljónir á kjörskrá.

Kosningarnar í Afganistan voru ógildar á síðasta ári eftir að Hamid, forseti Afganistan, var sakaður um kosningasvindl.

Hillary Clinton kom að lokum í opinbera heimsókn fyrr á árinu þar sem hún hvatti Hamid til þess að halda nýjar kosningar sem og hann efndi til.

Alls berjast 2500 frambjóðendur um 249 sæti á þingi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×