Erlent

Mörg hundruð þúsund heimili án rafmagns vegna blindbyls

Snjór í Washington.
Snjór í Washington.

Mörg hundruð þúsund heimili eru án rafmagns í Washington höfuðborg Bandaríkjanna eftir blindbylur gekk yfir svæðið í gær.

Talið er að minnsta kosti þrjú hundruð þúsund heimili séu án rafmagns en rafmagnslínur fóru víða í sundur. Snjó kyngdi niður allan daginn í gær og samgöngur lömuðust á stóru svæði. Töluvert betur viðrar í borginni í dag en ljóst er að borgarstarfsmenn munu að hafa í nógu að snúast við snjómokstur.

Rúmlega sextíu sentímetra snjóalög myndaðist víða en ekki hefur svo mikið snjóað í borginni í næstum heila öld. Fólki var ráðlagt að vera ekki á ferð nema brýna nauðsyn bæri til og nokkuð var um slys vegna veðursins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×