Erlent

Hætta að niðurgreiða sígarettur á Kúbu

Stjórnvöld í Kúbu hafa tilkynnt að í næsta mánuði hætti þau að niðurgreiða sígarettur fyrir Kúbverja 55 ára og eldri líkt og hefur viðgengist um árabil. Þetta er gert til að draga úr kostnaði hins opinbera. Í hinu ríkisrekna dagblaði Granma segir ennfremur að sígarettur séu ekki meðal brýnustu lífsnauðsynjar.

Hingað til hafa Kúbverjar 55 ára og eldri mátt kaupa fjóra pakka af sígarettum í hverjum mánuði fyrir fjórðung verðsins sem aðrir greiða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×