Erlent

Raðmorðingi vann að doktorsritgerð um morð

Stephen Griffiths.
Stephen Griffiths.

Stephen Griffiths, fertugur karlmaður í Yorkshire á Englandi hefur verið ákærður fyrir morð á þremur vændiskonum. Eitt morðið náðist á öryggismyndavél en þar sést Griffiths skjóta ör úr lásboga í höfuð konunnar. Málið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi en margt þykir líkt með morðunum nú og þeim sem Peter Sutcliff framdi á sama svæði en hann var kallaður „The Yorkshire Ripper" af fjölmiðlum.

Það eykur svo enn á umtalið að Griffiths, sem er með háskólagráðu í sálfræði, var skráður í doktorsnám í afbrotafræði þar sem hann rannsakaði morð á nítjándu öld með sérstaka áherslu á Jack the Ripper. Griffith er grunaður um að hafa myrt þrjár vændiskonur með skömmu millibili og lögregla útilokar ekki að um fleiri fórnarlömb gæti verið að ræða. Líkamshlutar konunnar sem hann skaut með lásboganum fundust í á rétt við heimili Griffiths. Lík hinna tveggja hafa enn ekki fundist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×