Viðskipti innlent

Jákvæð umfjöllun

Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon

„Þetta er út af fyrir sig ágætt. Umfjöllunin er mjög jákvæð,“ segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, um nýja lánshæfiseinkunn Moody‘s.

„Af þessu er ljóst að ef við hefðum ekki getað komið áætlun AGS áfram þá hefðum við farið niður í ruslflokk. Núna erum við stöðug í fjárfestingarflokki. Ég býst ekki við öðru en að við getum unnið okkur upp.“

Gylfi segir niðurstöðu Moody‘s annars ríma vel við skýrslu starfshóps AGS sem lýsi því að efnahagslífið sé aðeins að rétta úr kútnum og að skuldastaða hins opinbera sé innan marka. Hann segist fremur vænta bættra einkunna frá fleiri matsfyrirtækjum. - jab / óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×