Erlent

Páfi hittir erkibiskupinn af Kantaraborg

Benedikt páfi, sem kom til Bretlandseyja í gær, verður í höfuðborginni Lundúnum í dag. Hann mun meðal annars standa fyrir bænastund með erkibiskupnum af Kantaraborg í Lambeth höll auk þess sem hann mun messa yfir fjögurþúsund ungmennum í St'Marys háskólanum.

Bænastundin er merkileg að því leitinu til að Enska biskupakirkjan, sem biskupinn leiðir, varð til þegar Hinrik áttundi konungur Englendinga sleit öll tengsl við páfann í Róm. Fram að því höfðu kaþólskir erkibiskupar búið í höllinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×