Erlent

Hinsegin mannréttindafrömuður verði látinn laus

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Yfirvöld í Rússlandi eru ekki par hrifin af Hinsegin dögum. Mynd/ afp.
Yfirvöld í Rússlandi eru ekki par hrifin af Hinsegin dögum. Mynd/ afp.
Alþjóðasamtök hinsegin fólks í Evrópu krefst þess að mannréttindafrömuðurinn Nikolai Alekseev verði látinn laus.

Samtökin segja að yfirvöld í Rússlandi hafi handtekið hann og krafist þess að hann drægi til baka kvartanir á hendur rússneska ríkinu sem hann hafði lagt fram til Mannréttindadómstóls Evrópu. Alekseev hafði kvartað yfir afskiptum rússneskra stjórnvalda af samkomum hinsegin fólks í Rússlandi.

Sama dag og Alekseev var handtekinn var opnunarhátíð Hinsegin daga í Pétursborg frestað og segja Alþjóðasamtök hinsegin fólks í Evrópu að hætta sé á að borgaryfirvöld í Pétursborg banni Hinsegin daga með öllu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×