Erlent

Fátækum fjölgar í Bandaríkjunum

Fátækum í Bandaríkjunum hefur fjölgað um fjórar milljónir á einu ári. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá bandarísku Hagstofunni en þær sýna að einn af hverjum sjö bandaríkjunum eru við eða undir fátæktarmörkum.

Þeim hefur fjölgað um fjórar milljónir á einu ári og er það mesta aukning í þrjátíu ár. Sérfræðingar spá því hinsvegar að aukningin verði enn meiri á næsta ári. Tölurnar sýna að rúmlega 43 milljónir manna hafi talist til fátækra árið 2009 eða rösk 14 prósent íbúa landsins.

Fátækum hefur nú fjölgað þrjú ár í röð í Bandaríkjunum og þeir sem hafa það verst eru af suður-amerískum uppruna. Tölurnar þykja ekki góðar fregnir fyrir Barack Obama forseta en fjölgunin helst í hendur við það þegar hann tók við embætti. Obama lofaði því í kosningabaráttu sinni að berjast gegn fátækt og því koma tölurnar honum ekki vel.

Hann segir þó að án aðgerða sem hann greip til eftir að hann tók við embættinu hefði staðan verið mun verri og fátækum hefði fjölgað mun meira.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×