Erlent

Myrti móður sína á banabeði

Mikill viðbúnaður var við spítalann.
Mikill viðbúnaður var við spítalann. MYND/AP

Maður skaut sig til bana á hinum virta Johns Hopkins spítala í Baltimore í Bandaríkjunum í morgun. Áður en hann tók eigið líf hafði hann skotið sjúka móður sína til bana sem lá á spítalanum og sært lækni hennar alvarlega.

Svo virðist sem á manninn hafi runnið æði eftir að læknirinn tilkynnti um ástand móður hans sem ekki var hugað líf. Hann virðist hafa sakað lækninn um læknamistök og skotið hann vegna þess.

Því næst læsti hann sig inni á herbergi með móður sinni og þegar lögregla ætlaði að ryðjast inn á herbergið skaut hann hana til bana og þvínæst sjálfan sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×