Bruno Senna vill sanna sig 17. september 2010 12:48 Bruno Senna er sviplíkur frænda sínum, Ayrton heitnum Senna. Mynd: Getty Images Bruno Senna er frændi Ayrtons heitins Senna, sem er einn allra dáðasti Formúlu 1 ökumaður allra tíma, en hann lést í slysi á Imola brautinni árið 1994. Þegar Bruno vildi í Formúlu 1 áttu margir von á því að erfitt yrði fyrir hann að standa undir Senna nafninu. En Bruno hefur verið hjá nýju liði Hispania sem hefur ekki gengið vel á árinu og hann hefur því ekki fengið eins mikla athygli og fjölmargir aðrir ökumenn sem eru í titilslagnum. Bruno hefur sýnt þolinmæði en þegar hann var lítil gutti taldi Ayrton frændi hans Bruno hæfileikaríkan ökumann í kart kappakstri. Eftir að Ayrton lést vildi móðir Brunos ekki að hann væri í akstursíþróttum og liðu mörg ár þangað til að hann gat keyrt í kappakstri á ný. "Það er mikilvægt fyrir mig að hugsa ekki um núverandi árangur, heldur horfa til framtíðar. Ég veit að ef ég stend mig vel, betur en liðsfélaginn þá fæ ég tækifæri á að vera áfram í Formúlu 1 áfram", sagði Senna í spjalli við autosport.com. Bruno telur að hann hafi sýnt góðan akstur í tímatökum, sem engin taki eftir þar sem lítið fari fyrir liðinu. Nokkur umræða hefur verið um fjárhagsörðugleika Hispania liðsins, en Georg Kolles sem stýrir liðinu segir að sum önnur lið séu í verri málum og Hispania liðið klári tímabilið. "Ég er að læra margt á þessu ári. Erfiðleikar hjálpa manni að vaxa og verða sterkari. Liðið er að skipuleggja næsta ár og undirbúa hönnun nýs bíls, sem byggir á þeim sem er verið að nota. Ég held að þetta ár verði í lagi í ár og liðið verði á næsta ári", sagði Senna. "Hvað þetta ár varðar veit ég að ég verð um borð í bílnum þar til í Abu Dhabi (lokamótinu). Fyrsti kostur minn væri að vera áfram hjá liðinu á næsta ári, en það er ekki klárt. Það er ekki búið að ræða það almennilega", sagði Bruno. Hann kvaðst í viðræðum við aðra aðila og málin í ágætum farvegi, en markmiðið sé að standa sig vel á þessu ári til að sýna að hann geti ekið samkeppnisfærum bíl. Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Bruno Senna er frændi Ayrtons heitins Senna, sem er einn allra dáðasti Formúlu 1 ökumaður allra tíma, en hann lést í slysi á Imola brautinni árið 1994. Þegar Bruno vildi í Formúlu 1 áttu margir von á því að erfitt yrði fyrir hann að standa undir Senna nafninu. En Bruno hefur verið hjá nýju liði Hispania sem hefur ekki gengið vel á árinu og hann hefur því ekki fengið eins mikla athygli og fjölmargir aðrir ökumenn sem eru í titilslagnum. Bruno hefur sýnt þolinmæði en þegar hann var lítil gutti taldi Ayrton frændi hans Bruno hæfileikaríkan ökumann í kart kappakstri. Eftir að Ayrton lést vildi móðir Brunos ekki að hann væri í akstursíþróttum og liðu mörg ár þangað til að hann gat keyrt í kappakstri á ný. "Það er mikilvægt fyrir mig að hugsa ekki um núverandi árangur, heldur horfa til framtíðar. Ég veit að ef ég stend mig vel, betur en liðsfélaginn þá fæ ég tækifæri á að vera áfram í Formúlu 1 áfram", sagði Senna í spjalli við autosport.com. Bruno telur að hann hafi sýnt góðan akstur í tímatökum, sem engin taki eftir þar sem lítið fari fyrir liðinu. Nokkur umræða hefur verið um fjárhagsörðugleika Hispania liðsins, en Georg Kolles sem stýrir liðinu segir að sum önnur lið séu í verri málum og Hispania liðið klári tímabilið. "Ég er að læra margt á þessu ári. Erfiðleikar hjálpa manni að vaxa og verða sterkari. Liðið er að skipuleggja næsta ár og undirbúa hönnun nýs bíls, sem byggir á þeim sem er verið að nota. Ég held að þetta ár verði í lagi í ár og liðið verði á næsta ári", sagði Senna. "Hvað þetta ár varðar veit ég að ég verð um borð í bílnum þar til í Abu Dhabi (lokamótinu). Fyrsti kostur minn væri að vera áfram hjá liðinu á næsta ári, en það er ekki klárt. Það er ekki búið að ræða það almennilega", sagði Bruno. Hann kvaðst í viðræðum við aðra aðila og málin í ágætum farvegi, en markmiðið sé að standa sig vel á þessu ári til að sýna að hann geti ekið samkeppnisfærum bíl.
Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti