Erlent

Pakistanskur stjórnmálamaður myrtur í London

MYND/AFP

Pakistanskur stjórnmálamaður sem verið hefur í útlegð í Lundúnum undanfarin misseri var myrtur í nótt fyrir utan heimili sitt í borginni.

Imram Farooq var hátt settur í MQM stjórnarandstöðu flokknum í Pakistan og hafa öryggissveitir pakistanskra stjórnvalda lýst eftir honum síðustu ár en hann var sakaður um morð í heimalandinu að því er fram kemur hjá breska ríkisútvarpinu BBC.

Farooq virðist hafa verið stunginn margsinnis með eggvopni, auk áverka á höfði, og lýsir lögregla nú eftir vitnum að árásinni.

MQM flokkurinn er valdamikill í borginni Karachi og óttast yfirvöld í Pakistan það nú mjög að uppúr sjóði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×