Erlent

80 milljarða listaverkaþjófnaður

Óli Tynes skrifar
Picasso verkið sem stolið var: Dúfa með baunum.
Picasso verkið sem stolið var: Dúfa með baunum.
Listaverkaþjófar í París hafa stolið málverkum að verðmæti um 80 milljarðar íslenskra króna úr Nútímalistasafni borgarinnar.

Alls var fimm málverkum stolið meðal annars eftir Picasso, Modigliani og Matisse.

Þjófnaðurinn uppgötvaðist í morgun. Lögreglan hefur nú girt af stórt svæði allt umhverfis safnhúsið og leitar bæði þjófanna og vísbendinga.

Öryggisgæsla er ströng í safninu.  Þar eru enda mikil verðmæti eins og sjá má á því að fimm málverk skuli metin á 80 milljarða króna.

Allt eru þetta heimsfræg verk sem þjófar geta enganvegin komið í sölu jafnvel á undirheima markaði.

Það er því möguleiki að verkunum hafi verið stolið samkvæmt pöntun frá einkasafnara sem ætlar að dást að þeim í einrúmi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×