Erlent

Myrti eins árs gamlan son kærustu sinnar

Frá Long Beach í Kaliforníu.
Frá Long Beach í Kaliforníu.
Kviðdómur í Kaliforníu sakfelldi í gær bandarískan karlmann fyrir að hafa myrt eins árs gamlan son kærustu sinnar í september 2008. Maðurinn, sem er 23 ára gamall, myrti drenginn í reiðikasti á meðan hann gætti hans og kom líkinu fyrir í ruslakistu í Long Beach.

Í fyrstu hélt maðurinn því fram að drengnum hefði verið rænt en þegar böndin fóru að berast að honum sagðist hann einungis hafa verið að aðstoða kærustu sína. Kviðdómurinn tók málsvörn hans ekki trúanlega og sakfelldi manninn fyrir morð. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×