Erlent

Tuttugu ár frá því Mandela var sleppt

Nelson Mandela varð níræður í júlí á síðasta ári. Mynd/ AFP.
Nelson Mandela varð níræður í júlí á síðasta ári. Mynd/ AFP.
Hátíðarhöld fara fram í Suður-Afríku í dag þegar þess verður minnst að 20 ár eru síðan að Nelson Mandela var sleppt úr fangelsi í eftir að hafa verið pólitískur fangi í 27 ár.

Mandela var áberandi andstöðumaður kynþáttaaðskilnaðarstefnunnar og árið 1964 var hann handtekinn og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Lengst af þurfti hann að dúsa í litlum fangaklefa á Robben-eyju. Eftir að Mandela var sleppt fór hann fyrir Afríska þjóðarráðinu í samningaviðræðum um lýðræðislegar kosningar 1994 sem hann sigraði sjálfur. Hann var forseti Suður-Afríku um fimm ára skeið.

Frelsi Mandela verður minnst víðsvegar um landið í dag, til að mynda mun Winnie, fyrrverandi eiginkona hans, leiða göngu í Cape Town frá fangelsinu sem Mandela dvaldi í síðustu mánuðina áður en að honum var sleppt. Sjálfur mun Mandela ekki taka þátt í göngunni en hann er á nítugasta og fyrsta aldursári og veikburða. Aftur á móti er talið líklegt að hann komi fram á samkomu Afríska þjóðarráðsins í kvöld ásamt Jackob Zuma, núverandi forseta landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×