Erlent

Enn snjóar á austurströnd Bandaríkjanna

Mynd/AP

Mikill hríðarbylur geisar enn á austurströnd Bandaríkjanna en daglegt líf fólks á svæðinu hefur undanfarna daga farið úr skorðum. Snjó hefur kyngt og fjölmörg met fallið. Skólahaldi hefur víða verið aflýst og þá er fjölda stofnanna lokað.

Ástandið er einn verst í í Washington, höfuðborg landsins. Þar er samgöngukerfi borgarinnar úr skorðum og hefur fólki verið ráðlagt að vera ferð nema brýna þörf beri til. Talið er að hundruð slysa megi rekja til tíðarfarsins. Hraðbrautum í grennd við höfuðborgina hefur verið lokað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×